Sigríður Guðmarsdóttir

Mér finnst með ólíkindum hve margir sækjast eftir kjöri í biskupsembættið, hefði eiginlega haldið að miðað við hvað gustað hefur um það embætti undanfarið, þætti fólki fýsilegri kostur að halda sér við sitt brauð. En nú eru frambjóðendur orðnir sjö og svo sem allt í lagi með það. Alla vega ekki hægt að kvarta yfir úrvalinu.

Eins og sjá má í könnun sem DV er að gera þessa dagana hefur Sigríður Guðmarsdóttir yfirburði yfir hina kandídatana, hún er komin með yfir 200 atkvæði eða „læk“, þegar þetta er ritað. Sá næsti á eftir er með 170.
Velgengni hennar kemur mér ekki á óvart. Hún hefur verið áberandi undanfarið sem málsvari þeirra sem krefjast skýrra svara og úrlausna í ýmsum hitamálum. Bæði kynferðisafbrotamálum innan kirkjunnar, réttindi samkynhneigðra og ýmislegt fleira. Hún skrifar góða pistla á síðuna sína: sigridur.org, sá síðasti fjallar um það að hún lítur á sig sem efni í góðan leiðtoga. Þar sést vel hversu mikill töffari hún er.

Ég hef í raun engan sérstakan áhuga á biskupskjöri eða starfi kirkjunnar þannig lagað séð. En mér finnst samt, meðan kirkjan hefur þó þau völd sem hún hefur, mikilvægt að leiðtoginn sé hæf og vönduð manneskja. Fyrir mér er Sigríður einmitt þannig manneskja.

Lifið í friði.

4 Responses to “Sigríður Guðmarsdóttir”


  1. 1 Lilja Þorkelsdóttir 7 Feb, 2012 kl. 5:41 e.h.

    Alveg er ég sammála. Ég er utan trúfélaga og yrði ósköp glöð að sjá Sigríði í þessu embætti því hún er víðsýn og höfðar til almennings.

  2. 2 ella 8 Feb, 2012 kl. 6:08 e.h.

    Mér finnst þetta sérkennileg könnun þar sem að mér sýnist aðeins fjögur þessara hafa gefið kost á sér. En hvort þau verða 10 eða 20 áður en lýkur er ég ekki augnablik í vafa um að ég vil Kristján Val. Sigríður er samt líka örugglega góður kostur en Kristján albestur. Eini gallinn að hann skuli vera karlkyns en það verður víst að hafa það.

  3. 3 parisardaman 9 Feb, 2012 kl. 1:44 e.h.

    Mér skilst að þau séu öll í framboði nema þrjú, Jóna Hrönn, Bjarni og Örn Bárður. Það er greinileg kvennaslagsíða í þessari kosningu og ég tel mjög líklegt að Sigríður vinni þetta þó auðvitað sé lítið mark takandi á svona könnun.

  4. 4 hildigunnur 11 Feb, 2012 kl. 2:21 e.h.

    ég hugsa að Kristján Valur taki þetta – en Sigríður hefði bókað unnið ef allir meðlimir kirkjunnar kysu.


Færðu inn athugasemd




Nýlegar athugasemdir

hildigunnur um Ósýnileiki
showerhead Percolato… um
parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó