Jæja, nú streyma dagarnir eins og stórfljót og ég á 6 daga brúðkaupsafmæli í dag. Jú, við höldum upp á það á hverjum degi og ætlum að gera það næsta árið eða svo. Kampavín og kavíar á hverjum degi! Hvernig líst ykkur á það?

Ég er annars ekki bara búin að vera löt að blogga út af nærveru fjölskyldunnar hérna, heldur er ég svo svekkt yfir að koma ekki commenta-fídusnum (nenni ekki -alls ekki- að fletta upp í orðabókinni og biðst hér með afsökunar á öllum slettum sem gætu komið fyrir í þessum pistli) inn í bloggið mitt sem ég bjó til örfáum dögum áður en þeir bloggarastjórar breyttu öllu kerfinu og núna kemur þetta af sjálfu sér ef maður býr til nýja síðu. Þarf að eyða þessari síðu út og setja aðra upp, held ég… nema þá að Áki bestibróðir og tölvunörd hjálpi mér við þetta í stóru flottu tölvunni sinni heima á Fróni.

Ég kvíði því að fara heim í svalann eftir yndislega viku hér í 27 stiga hita og sól, en GVUUUÐ ég hlakka svo til að fara í sund. Sundlaugarnar á Íslandi eru náttúrulega bara einar og sér ástæða fyrir því að líft er á þessu skeri. Ég blæs á pulsur og malt og nóakonfekt og appolólakkrís. Sundlaugarnar eru það eina sem ég fæ verki yfir stundum af söknuði. (Nú er ég vitanlega alls ekki að tala um fólk, fæ oft verki yfir öllu fólkinu sem ég skildi eftir þarna uppfrá).

Verð að hætta þessu núna, mikið að gera daginn áður en maður fer. Alltaf þannig. Sérstaklega þegar maður þarf að pakka fyrir þrjá. Ég hef aldrei pakkað neinu fyrir manninn minn, en ég kemst ekki upp með að vera svo ströng við börnin mín ennþá. Hvað skyldu þau þurfa að verða gömul til að geta pakkað sjálf? Núna eru þau 6 mánaða og 2ja ára, sem ég held að allir séu sammála um að sé of ungt til að pakka niður farangri. Frekar að hægt væri að lauma þeim í farangurinn til að geta setið rólegur með vínglas í vélinni sjálfri í staðinn fyrir að þurfa að rugga og lita og syngja og leika trúð… þetta verður efni í pistil einn góðan veðurdag: Er afsakanlegt að tékka börnin inn sem farangur? En hef bara ekki tíma núna. Lifið heil og sátt við lífið, kkk

0 Responses to “”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: