Fólkið í lífi manns hlýtur að vera það mikilvægasta sem maður á. Þess vegna er líka mikilvægt að hlúa að sambandi sínu við vini og fjölskyldu. Ég tel mig ríka að þessu leyti, á svo mikið af frábærum vinum hér og þar um heiminn og svo er náttúrulega fjölskyldan mín hreint stórkostleg, engin vandamál eða leiðindi og allir hæfilega klikkaðir samt, svona rétt til að vera ekki bara ofurvenjulegir og þar af leiðandi leiðinlegir.

Ég var rétt í þessu að taka þá ákvörðun að Embla vinkona mín getur bara alls ekki opnað kaffihúsið sitt í Óðinsvéum án þess að ég sé þar viðstödd og leggi blessun mína á þetta allt saman. Nú bíð ég bara eftir dagsetningu frá þeim og ég mæti með kassa af freyðivíni eða tvo og sé til þess að allt fari rétt fram. Skíri staðinn með einni flösku sem ég mun grýta í framhliðina, barnið heitir Optimistinn, og skála svo við þá viðstadda sem á annað borð drekka áfengi (margir í kringum mig hættir slíku sem er gott og blessað) og ég lofa því að það verður trallað fram á nótt því mörgu þarf að fagna.

Munið bara að hlúa að vinum ykkar og vera stolt af þeim.

Áfram Frakkland. Lifi Barthez!

1 Response to “”


 1. 1 dísa drusla 23 Jún, 2004 kl. 1:21 e.h.

  optimistinn…….kaffi , te , vatnspípu og handverkshús
  mun formlega opnast
  sunnudaginn tuttugasta og fimmta júlí klukkan 3
  á brogade 3…..í miðbæ óðinsvéa….

  hlakka til að sjá þig og þína elsku lita parísardama


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: