Af hverju má fólk ekki vera eins og það er? Mér dettur þetta í hug eftir samræður við einn túristann minn sem sagði mér að hann hefði fengið eilífar glósur á sig þegar þau fóru fínt út að borða og hann vildi bara bjór með matnum. Af hverju má hann ekki drekka bjór frekar en að pína ofan í sig rauðvín sem honum þykir ekki gott og verður yfirleitt veikur af? Af hverju viljum við alltaf vera að búa til reglur yfir óþarfa hluti og erum svo ofsalega dugleg við að brjóta hinar þörfustu reglur eins og rauða kallinn á gatnamótunum o.s.frv?

Ég þoli ekki reglur um klæðaburð, hárgreiðslu, hvernig á að standa upp og setjast og fleiri svona snobbreglur sem eru líklega leifar af konungatímabilinu. Hins vegar hef ég yndislega gaman að því að fara fínt út að borða og finnst þá nauðsynlegt persónulega að drekka rauðvín með matnum. Ég fæ hins vegar ekki séð hvað veitir mér rétt á að hneykslast á þeim sem vill frekar bjór með steikinni. Ef honum finnst það betra, get ég með engu móti mótmælt því. Misjafn er smekkur mannanna sem betur fer!

Áfram Frakkland. Lifi Barthez. Lifi Zidane.

3 Responses to “”


 1. 1 Anonymous 22 Jún, 2004 kl. 4:36 e.h.

  heyr heyr sagdi Petur og heimadi ost med „kammenbertinum“!!!!BBC

 2. 2 Anonymous 22 Jún, 2004 kl. 7:57 e.h.

  sorry atti ad vera : heyr heyr sagdi Petur og HEIMTADI sultu med kammenbertinum!

 3. 3 Anonymous 24 Jún, 2004 kl. 7:05 f.h.

  Heyr, heyr, Litli prins!
  Eins og talað-útúr-mínu-hjarta. Fæ mér flot með hangikjetinu – ef langar – og millisterkan bjór með steikinni. Vil helst hafa fötin utan tísku og ekki ný. Ekki alltaf auðvelt: Fötin mín áttu það nebbnilega til – hér áður – að gerast tíska næsta árs – þegar voru einmitt að verða þægilega brúkuð! Síðan hætt við, ef maður á þau lengi, að þau detti inn í 1-2 tískur AFTUR. Erfitt? – en sossum nógu skondið!
  Hittumst vonandi á Fjóni efir mánuð.
  Þín HG


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: