Ég fékk þetta svar í tölvupósti frá vinkonu og leyfi mér að birta þetta hérna. Ég vona að hún sé sátt við það, annars kippi ég því út strax og hún lætur mig vita! Henni þótti þetta of langt sem komment, en mér finnst það of gott og hvet ykkur til að skrifa komment og það eru engar lengdartakmarkanir.

Sæl LP!

Tek heilshugar undir pistilinn – hef predikað svipað lengi, fyrst á stofu yfir buguðum mæðrum sem voru „bara“ heima og höfðu það svo gott að „allra“ mati!.

Ekki batnaði það á næsta vinnustað, er kynntist aðstæðum og líkams-andlegu heilsufari einstæðra mæðra. Einstæðum mæðrum/foreldrum -með 2.2 (tvö komma tvö!) börn að meðaltali í umsjón sinni er ætlað, a m k á Íslandi, að sjá um alla umönnun barnanna – eins og þú lýsir henni – OG vinna samtímis fyrir svotil allri framfærslu heimilisins. Bætum við að þær þurfa helst að kunna margt, halda því við og „koma sér áfram“ í vinnunni, annars verður nú kaupið ekki beysið og þær kynsystrum til skammar í þokkabót!

Svo er ein klisjan sú „að þær hafi komið sér í þetta sjálfar“ – hefðu átt að hugsa sig um áður en gerðust einstæðar mæður!

Mikill minnihluti einstæðra foreldra hefur komið sér upp börnum aleinn – uppá sport. Oftast er skilnaður í spilinu og hitt foreldrið ósjaldan búið að endurnýja. Hryllingssögur um fjárhag og tilfinninga- og likamsheilsu á einsforeldris heimilum hrúgast upp hjá kerfinu – og vanmáttugir ráðgjafar mega rétta fáeina tugi þúsunda að 2-6 manna fjölskyldu á mánuði, sé Fyrirvinnan sannanlega veik og geti því ekki druslað sér ÚT að VINNA, t d frá 6 mánaða + 2 ára barni og oft 1-2 „stykkjum“ í viðbót! Svo ímynda kerfisstjórnendur/löggjafinn að þetta sé hagkvæmt og skili framtíðinni heilum, hraustum þegnum. Ekki má gleyma að fjöldi stjórnmála- og valda-Karla endurnýjar og kemur af sér Fyrstu konu og börnunum 2.2. Eru þeir trúlega yfir meðaltali gifra jafnaldra. Ekkert mál! Lifi frelsið að ógleymdu jafnréttinu! – Á hinu háa Alþingi sjást, m a, dæmin um slíkt, sérlega eftir að konum var hleypt þar inn að e-u ráði 😉

1 Response to “”


  1. 1 dísa drusla 29 Jún, 2004 kl. 9:39 e.h.

    heyr heyr!!

    datt svona í hug í framhaldi af þessum umræðum að ein af ástæðum skilnaða og þar af leiðandi einstæðra foreldra er að fólk hittist nær aldrei lengur….allir eru að vinna svo mikið …fyrir fínu hlutunum sem að maður getur sossum reynt að láta ylja sér þegar maður er dauður ……þeir eru greinilega ekki að gera neitt gagn á meðan að maður er lifandi !


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: