Það er ýmislegt í íslensku þjóðarsálinni sem fer í taugarnar á mér, eins og eðlilegt er. Eitt truflar mig sérstaklega mikið og það er hræðsla Íslendinga við ketti sem fara sínar eigin leiðir. Ákveðnir einstaklingar í þjóðfélaginu hafa fengið einhvers konar óobinbert „leyfi“ til að vera sérviskupúkar. Í þeim hópi eru líklega listamenn algengastir og svo eru þarna nokkrir áberandi menn úr viðskiptalífinu. En langflestir furðufuglar eru bara stimplaðir sem vonlaust lið af þjóðinni, og stundum virðist það vera bara hreinlega þjóðin í heild. Ég gæti nefnt dæmi, en vil ekki gera það vegna þess að þeir sem mér dettur í hug hafa verið lagðir í hrikalegt einelti og fjölmiðlar tekið þátt í því (hér á ég ekki við Árna Johnsen, hans ófarir eru annars eðlis og ekki til umræðu hér) og sumir hafa lent í því að þurfa að flýja land um lengri eða skemmri tíma. Ég vil ekki ýfa upp gömul sár þessa fólks sem þjóðin ákvað að væri „skrýtið“ og virtist því telja sig hafa eins konar skotleyfi á það.

Ég held að Ástþór Magnússon gæti komist í þennan flokk sem þjóðin neitar alfarið að skilja og afgreiðir sem hálfvita eða trúð, án þess að hafa nokkurn tímann spáð alvarlega í það hvað maðurinn er í raun að fara. Mér er alveg sama þó hann sé með undarlegt augnaráð. Mér er alveg sama þó honum virðist sama um kvótamálið og grænmetisinnflutning. Ástþór er í raun holdgervingur málfrelsisins og réttar okkar allra til að bjóða okkur fram til forseta. Hann hefur málstað sem hann berst fyrir af fullum krafti og lætur ekki deigann síga þrátt fyrir endalausar árásir eða, það sem verra er fyrir forsetaframbjóðanda, algera þögn fjölmiðla um það sem hann hefur að segja.

Íslendingum finnst það, held ég, óhugsandi að einhver sé í pólitík (já, mér finnst forsetaframboð vera hápólitískt þó að forseti geti verið utan flokka) fyrir einhvern málstað. Yfirleitt eru þetta nefninlega litlir pabbadrengir að feta í fótspor, næstum því að ERFA völd pabba og afa, hvort sem þeir koma frá hægri vinstri hliðar eða snú. Ástþór truflar því hann er bara venjulegur kall með smá ýstru og gæti unnið hjá VÍS og haft það ágætt og farið á leiki á kvöldin og í bústaðinn um helgar, en í staðinn fyrir svona þægilegt líf hefur hann valið að berjast við vindmyllur. Friður? Það er ekkert til sem heitir friður. Stríð er náttúrulegt fyrirbæri og óhjákvæmilegt. Hvað hefur maður ekki þurft að hlusta á mikið af klisjum lítilla peða um stríð og frið. Svona klisjum sem hjálpa okkur við að sætta okkur við hryllinginn sem við vitum af en getum ekki stöðvað, og hjálpar stóru ráðamönnunum að hafa stjórn á litlu peðunum, halda þeim í skefjum.

Ég hef ekki hugmynd um það hvort Ástþór í forsetastól á Íslandi myndi auka líkurnar á friði í heiminum. Ég kaus hann ekki og hef aldrei gert. En ég þoli ekki hvernig allir stimpla mannin og afgreiða hann sem vitlausan. Kannski er hann okkar mesti listamaður. John Lennon Íslands.

Kannski yrði Ísland betra land ef við færum að viðurkenna að fjölskrúðugt mannlíf getur ekki þrifist fyrr en við sýnum opinn huga gagnvart mismunandi skoðunum og lífsstíl. Sættum okkur við að við erum ekki öll að leita að fullkomna sófasettinu eða mest spennandi heimsreisunni eða frumlegasta nafninu á næsta barn. Sum okkar hafa bara aðrar þarfir og langanir og það að umgangast ólíkar persónur og virða annarra viðhorf er það sem gerir lífið svo skemmtilegt.

Og að voga sér að skammast yfir því að forsetakosningar séu dýrar, og slá því fram að Ástþór ætti því ekki að bjóða sig fram, er náttúrulega bara afneitun á frelsi okkar allra til að koma skoðunum okkar á framfæri og berjast fyrir þeim.

FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR!

4 Responses to “”


 1. 1 dísa drusla 30 Jún, 2004 kl. 10:03 e.h.

  ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi
  ég er Negus Negusi. Búlúlala….

 2. 2 dercut@gmail.com 9 Apr, 2015 kl. 9:13 e.h.

  get the greatest china sourcing company around

 3. 3 cxwtmazod@gmail.com 9 Apr, 2015 kl. 9:32 e.h.

  get the top import from china around

 4. 4 knedjvu@gmail.com 28 Maí, 2015 kl. 4:51 f.h.

  click here for the greatest Todd Hasson around


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: