Jæja, ég er komin aftur inn. Ekki búin að blogga lengi og samt alveg eyðilögð yfir því að það hrökk úr lagi. Maður er fljótur að venjast nýjum hlutum í lífinu og gera þá að þörfum. Í þessum mannlega veikleika er einmitt styrkur markaðssetjaranna. Fljótir að gera okkur litlu greyin háð hlutunum sem þeir plata inn á okkur varnarlaus…

Ég var hjá neytendasamtökunum út af endalausum hótunarbréfum sem minn fyrrverandi er að senda mér, minn fyrrverandi netþjónn, datt einhverjum eitthvað annað í hug? Nei, ég hef verið svo heppin að lenda aldrei í útistöðum við menn sem ég hef verið í slagtogi við. Ekki það að þarna sé eingöngu um heppni að ræða, en þó skil ég fullkomlega að konur lendi í því að rugla reytum sínum við ofbeldismenn og annars konar hálfvita. Lýsi hér með yfir fullkomnum stuðningi við JBH, þó ég viti ekkert um málið annað en það sem Lísa Páls las lauslega upp úr einhverju blaðanna á Rás 2 í fyrradag. Ef stelpan hans var í vandræðum, finnst mér ekkert að því að hann hafi nýtt sér aðstæður og losað hana ásamt barninu úr þeim. Finnst samt óþolandi að íslensk stjórnvöld hafi ekki strax gert eitthvað róttækt í málum Soffíu Hansen. Áttu náttúrulega strax að fara ólöglega leið og ná börnum hennar heim med det samme. En þetta eru samt mál sem ég veit ekkert allt um og get því ekki tjáð mig mikið um þetta. Veit bara að oft veit fólk ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hinn aðilinn sprengir öryggi í kolli sínum og gerbreytist og stend með því að börn séu losuð frá ofbeldishneigðum foreldrum ef mögulegt er. Æ, þetta er svo flókið og eiginlega verður alltaf að taka hvert mál fyrir sig, aldrei hægt að alhæfa í svona fjölskylduvandamálum.

En ég var sem sagt hjá neytendasamtökunum og greiddi 23 evrur fyrir að heyra að allt sem ég gerði var rétt og satt og að ef þeir voguðu sér að fara með „skuld“ mína við þá fyrir rétt, myndi ég vinna án hjálpar lögfræðings þó þeir veiti mér einn slíkan að sjálfsögðu. Sögðu m.a.s. að ég gæti farið með mál fyrir rétt til að krefjast endurgreiðslu á ýmsum kostnaðarliðum s.s. símareikningum (sem ég er búin að krefja þá um í kurteislegu bréfi) en sögðu mér líka að það tæki sig ekki fyrir þennan pening. Prinsippsins vegna finnst mér í hjarta mér að ég ætti að gera það, en nenni því samt ekki og treysti á að þessir glæponar hljóti refsingu æðri máttarvalda og vona að þeir sofi stundum illa á næturnar.

Ég á eftir að fá nokkur hótunarbréf í viðbót, og líklega eitt opinbert rukkunarbréf frá lögfræðingi, en var sagt að raða þessu bara skilvíslega inn í möppu og halda áfram að lifa lífinu án áhyggja af þessu. Lærði a.m.k. það fyrir þessar 23 evrur að þessi opinberu rukkunarbréf frá lögfræðingum stæðust ekki fyrir rétti!

Jæja, stóðið er komið heim og komið að baðkvöldmaturháttatími klukkustundinni. Hugsið fallega til mín.

Friður sé með yður.

2 Responses to “”


 1. 1 Af efstu svölum 8 Júl, 2004 kl. 2:39 e.h.

  Er bara að prufa..hvort hægt sé að senda þér komment!! 😉
  kveðjur xxx

 2. 2 Anonymous 9 Júl, 2004 kl. 1:37 f.h.

  Kæra Kristín

  ég les allt sem frá þér kemur (eftir að ég uppgötvaði bloggið) með miklum áhuga. Er mjög ánægð með að þú átt ekki í basli með fyrrverandi – eða þannig 🙂 Gangi þér vel og vonast til að geta notað þjónustu parísardömunnar sem fyrst :O (þetta á að vera svona „vandræðalegur, rjóður karl/kerling)

  Þín Líba


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: