Ég las í lesbókinni að Rocky og Rambó hefðu verið ópólitískar myndir. Hvert er þessi heimur að fara? Pólitískari áróður er varla hægt að finna. Mér líður svo illa yfir þessu að ég er alvarlega að hugsa um að hætta að kaupa lesbókina. En það er bara svo gaman að fá hana, og oft góðar greinar. Á bara svo erfitt með að fyrirgefa svona ritóstjórn eins og þetta. Er að hugsa um að skrifa drengnum sem skrifaði þetta, en nenni því varla, alveg eins og maður nennir ekki alltaf að skipta sér af vitleysisganginum í kringum sig. Ætli þetta endi ekki með því að mér rennur reiðin og held áfram að lesa lesbókina og drengurinn haldi áfram að lifa í þeirri trú að Hollywood sé ópólitískur griðastaður á jörðinni.

Er að lesa öllu gáfulegri bók eftir franskan brjálæðing sem uppástendur að borgarastyrjöld ríki í vestrænum heimi. Er ekki alltaf algerlega sammála manninum um allt sem hann slengir fram, en hins vegar er sumt svo óhuggulega brillíant og rétt að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.

Við lifum í ömurlegum heimi þar sem lögmál frumskógarins er í gildi. Þeir sem eiga mestan peninginn eiga mestu virðinguna, það þykir ekki tiltökumál að stunda auðgunarbrot ef þau eru nógu stór og gerð í nafni græðginnar, fátækt fólk þykir ekki smart og á því ekki samúð meðaljónanna, arabar eru fínt tákn hins illa, gott í markaðssetningu, því hræddari sem við erum, því auðveldara er að stjórna okkur… best að hætta núna undir hljómum um að lífið sé dásamlegt hvaða vella er þetta á Rás 2???!!! svona upp með húmorinn, lífið er hið besta mál, algjör snilld, láttu ekki skuggana ljúga að þér… ókei, best að fara eftir þessu allaveganna í dag og sjá svo til hvernig ég get bjargað heiminum á morgun.

Lifið í friði!

1 Svörun to “”


  1. 1 Anonymous 14 Júl, 2004 kl. 11:53 f.h.

    Hef aldrei þorað að fá mér blogsíðu þar sem ég held að ég verði henni svo háð. Dettur þetta í hug þegar ég les skrif þín um Rocky og Rambo. Þú ert bara að lesa skoðanir þess sem skrifa greinina og það er jú skoðanafrelsi. Þess vegna þori ég ekki út í bloggið. En það er ágætt að láta aðra um það og „commenta“ það svo. Hér á landi eigum við allt það sem þú skrifar um, illa hugsandi menn sem halda að þeir séu yfir aðra hafnir, m.a. kjósendur landsins, ríka menn sem svífast einskis til að vera enn ríkari og áfram mætti telja. Um helgar sjáum við oft auglýsingar frá veitingastöðum, oftast svonefndum „pöbbum“, það er flottara að nota útlensk heii, þar sem auglýst eru 5 í götu á xxx verði. Við sitjum hér uppi næstu árin með 2 í fötu, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þessir menn eru haldnir svo miklum valdahroka, að væru þeir blindir á öðru, væru þeir með lepp fyrir því heilbrigða. Ja, oft hafa ráðherrastólarnir verið dýru verði keyptir en aldrei sem nú. Þeir eru að mínu mati 2 í fötu. Þeir styðja ódæðin í Írak, múrinn sem Ísrælar eru að reisa, allar þær ofsóknir sem brjálæðingurinn í Hvíta húsinu lætur sér detta í hug – og allt í nafni Búss-trúarinnar. Vissulega lifum við í heimi frumskógarlögmálsins en það hefur á sér tvær eða fleiri hliðar. Klóra þú mér og ég klóra þér, sem er ekta framsóknarmennska. Læt þetta duga í bili.
    Eg. – að austan.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: