Eftir pælingar um ofbeldi á konum, sem ég er EKKI hætt að hugsa um og ætla að skrifa meira um, skulum við þó slá á léttari strengi í tilefni þjóðhátíðardags Frakka.

Símtal á laugardag:

Kristín: Góðan daginn, er sundlaugin hituð í dag?

Starfsmaður sundlaugarinnar í Pré Saint Gérvais (sem var hituð á laugardögum í allan vetur): Þú meinar, er laugin opin í dag.

Kristín: Nei, ég vil vita hvort sundlaugin er hituð á laugardögum í sumar.

Starfsmaður laugar: Þú meinar að þú vilt vita hvort laugin er opin í dag.

Kristín: Nei, ég meina hvort laugin er hituð í dag.

Starfsamaður laugar: Þú meinar, er laugin opin í dag.

Kristín: Allt í lagi. Er laugin opin í dag?

Starfsmaður laugar: Nei, það er lokað vegna viðgerða fram á mánudag!!!!!

Svo er annað. Ég skráði mig í netklúbb SNCF, Franska lestarfélagið. Eins og væmnasta móðir skaut ég saman fornöfnum barnanna minna tveggja. Nú fæ ég reglulega tölvupóst sem hefst á þessa leið:

Kæra/kæri solrunkari.

Þá er léttara yfir öllum og sérstaklega mér. Þrátt fyrir ofbeldisfullan og gráðugan heim, getum við þó alltaf hlaupið í skjól í gríninu og góða skapinu og reynt að dreifa því yfir á gráðuga fýlupúka með ofbeldishneigðir. Heyr fyrir pistli af kistunni.is í lesbókinni á laugardaginn var, sem fjallar einmitt um þetta. Hláturinn lengir lífið og lífið er sannarlega þess virði!!!!!

Lifið í friði.

0 Responses to “”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: