Flækja er skemmtileg

Það má ekki misskilja mig, mér sýnist á EINA kommentinu mínu að ég hafi móðgað hana Bryn mína þar sem ég minntist á ódýra klippingu. Hennar lífsstíll er allt allt öðruvísi en minn, hún vill garð, hún vill dýra klippingu og ýmislegt annað sem ég vil ekki. Það gerir hana ekki að verri manneskju, síður en svo.

Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og það er það sem gerir lífið svo skemmtilegt. Málið er að Bryn gengur nokkuð vel að halda utan um fjármálin, ég þekki nokkrar konur og menn sem kunna að reikna út skatta og vexti o.fl. og Bryn er ein af þeim. Hún leyfir sér að fara í dýra klippingu eins og ég leyfi mér að fá mér kampavín á Hotel du Louvre. Og ég get lofað ykkur því að hvorug okkar er að gera þetta vikulega!

Ég held að aðalmálið sé að leyfa sér einhvern munað, maður þarf bara ekki að baða sig í munaði á kreditinu og það er það sem ég er að „skammast“ yfir í pistlinum mínum hér á undan. Málið er að finna þennan gullna meðalveg og halda sig á honum svona að mestu.

Að þessum orðum töluðum ætla ég að hoppa í vinnuna. Munið að skilja eftir komment! Takk Bryn.

Lifið í friði og kyssið kviði.

3 Responses to “Flækja er skemmtileg”


 1. 1 dísa drusla 6 Ágú, 2004 kl. 9:25 f.h.

  hó dillidó

  ég er alveg innilega sammála því að comment vantar og ætla að bæta úr því snarlega…..

  finn líka sjálf fyrir þessu á mínu bloggi……(sem ég eigi hef sinnt um allnokkurt skeið)…………….

  kannski væri ég meira að skrifa ef ég héldi að einhverjir væru jafnvel að lesa pistilinn minn……?
  nei ég er bara búin að vera ógeðslega tölvulöt

  merkilegt að einu sinni var maður brálaður ef að einhver komst í dagbók manns og las hana

  hvar er maður staddur núna…..

  lifum heil og geil

 2. 2 Bryn&Co 6 Ágú, 2004 kl. 11:58 f.h.

  Thu modgadir mig ekki neitt. thvert a moti!
  Eg hef ekki tjad mig nogu vel, Eg var ad vidurkenna sok mina i neysluleiknum + eg vildi segja ad tho eg se ekki til i ad fara annad i klippingu (minn prinsessuleikur) tha skil eg ekki folk sem tharf ad kaupa ser nyjan sjampobrusa og gel i hverjum manudi vegna ofnotkunar!

 3. 3 DrSiggi 10 Ágú, 2004 kl. 2:46 f.h.

  Humm. Svona an abyrgðar, þa (og kommurnar virka ekki a fartölvunni minni) þa hef jeg ekki farið i klippingu i fjortan ar. Aftur a moti hef jeg sundum verið itarlega snyrtur eftir Stuðmannaböll.

  Koss,
  Siggi


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: