Guðni rektor

Ég var að lesa minningargreinarnar um Guðna rektor. Þar fór góður maður og merkilegur frá okkur. Ég var svo heppin að fá að komast einu sinni upp á teppi til hans. Þegar það gerðist fannst mér ég alls ekki heppin, ég var skjálfandi og titrandi af hræðslu og sá ógurlega eftir fíflaganginum sem var ástæðan fyrir þessum fundi. Elías konrektor fygldi mér upp, við vorum góðir vinir og hann sagði mér hvernig ég ætti að haga mér. „Byrjaðu á því um leið og þú kemur inn að biðjast afsökunar á brotinu“. Þetta gerði ég og fundur okkar Guðna fór á bestu leið. Hann gelti fyrst að mér: „Þér eruð róni!“ og það var líklega ekki alrangt hjá honum ef málið er skoðað til hlýtar. Ég man alltaf eftir þessu, og setningin hljómar stundum í kollinum á mér þegar ég er illa farin eftir erfitt kvöld…

Svo var hann hinn almennilegasti og sagði að nemandi eins og ég ætti að vita betur. Hann minntist svo á mig í ræðu sinni við ömurlegu útskriftina okkar sem fór fram eftir hræðilegt og langt kennaraverkfall. Ég valdi að fara bara í örfá próf og hækkaði mig heilan helling í ritgerð. Hann nefndi mig ekki á nafn þá, en sagði að sumir hefðu vitað hvað þeir voru að gera. Ég var mjög montin af þessu.

Guðni var einn af þessum mönnum sem gera lífið þess virði að lifa því, litríkur persónuleiki sem sannar að það er hægt að koma góðu til leiðar og að bleyðugangur borgar sig ekki. Takk fyrir Guðna og alla góða menn (og nú ætti að vera óþarfi að minna fólk á að konur eru líka menn, en ég þori samt ekki annað).

Lifið í friði.

0 Responses to “Guðni rektor”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: