gaman að vera ég

Æ, mér finnst svo gaman að vera ég í dag. Í fyrsta lagi komu fjórir ferðalangar í göngutúrinn í morgun, tvö indælispör og var ferðin skemmtileg, þó ég segi sjálf frá. En eins og ég segi fólkinu oft, er það ekki bara ég sem ræð því, heldur skiptir móttækileiki ferðalanganna miklu og í dag var mikið rabbað og rætt um það sem ég var að segja frá og prjónað út frá því.

Svo eru börnin mín svo frábær. Sólrún var að vísu að gubba í nótt og með háan hita, en hún er samt hress í dag og virðist þetta bara hafa verið stutt og laggóð veiki, eins og vani er á þessu heimili. Kári er í essinu sínu, neitar að sofa og er að reyna að standa upp við kubbakörfuna, nýtur þess í ystu æsar að Sólrún sefur.

Og um leið og ég sló inn orðinu sefur datt Kári og ég róaði hann niður og síminn hringdi og hann datt úr rúminu mínu meðan ég leitaði að honum og svo vaknaði Sólrún og nú þarf ég að fara. Börnin verða hjá ömmu og afa um helgina og við hjónin ætlum að vera í fríi hér í París. Út að borða og gaman gaman.

Lifið í friði.

1 Response to “gaman að vera ég”


 1. 1 Af efstu svölum 14 Ágú, 2004 kl. 1:55 e.h.

  LP!
  Gott er og hollt að lesa glaðan pistil um fína ferðamenn og fjöruga krakka sem nauðsyn er að komast í frí frá stöku sinnum.
  Njótið vel 😉
  Þú hefur auda á réttu að standa/að vanda um verðmun Nauðsynja í löndunum þínum tveim.
  kv. HG


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: