gamla sorrí tölva

Það er gersamlega óþolandi í þessu tækniframfaraofforsi, að tölvan mín sé orðin eins og gamli sorrí Gráni, þriggja ára gömul.

Ég hélt lengi að ég gæti ekki sett upp „Flash“ hjá mér, en svo tókst mér það reyndar um daginn. Ég veit fyrir víst að ég get ekki sett MSN inn hjá mér, og nú er það nýjasta að ég get ekki lengur hlustað á íslenska útvarpið í tölvunni minni. Sem var orðinn stór hluti af mínu lífi, a.m.k. svona við og við.

Hef ekki hlustað í nokkurn tíma núna, en ætlaði að setja sunnudagsmorgunn Rásar 2 á rétt núna, og þá kemur fram að tölvan mín skilur ekki spilarann þeirra, og takkarnir eru daufir, þ.e. ekki virkir hjá mér. Ég hljóma kannski ekkert bálvond, en ég er það samt. Tölvan mín er ekki það gömul, að það sé hægt að segja mér að éta það sem úti frýs! Ég er hreinlega ekki sammála því. ÉG VIL RÚV INN AFTUR! Mér finnst það ekki afsakanlegt hjá þeim að loka fyrir alla þá Mac-eigendur, sem eiga tölvur eldri en tveggja ára. ÉG VIL RÚV!

En hef ekki tíma til að vorkenna mér meira, verð bara að finna mér geisladisk í staðinn fyrir indælt útvarpið. Ég er að þýða, og vantaði eitthvað heilaörvandi efni með því.

Lifið í friði.

2 Responses to “gamla sorrí tölva”


 1. 1 Af efstu svölum 22 Ágú, 2004 kl. 1:36 e.h.

  Veistu fyrir VÍST að kemst ekki í MSN-ið?
  Frumburður minn er með Makka og kemst inn á’ða – Að vísu er um að ræða nokkuð Frumstæða útgáfu ( án bjútímynda og ádíó!)- en það er hægt að skrifast á með henni 😉
  kv. HG

 2. 2 dísa drusla 22 Ágú, 2004 kl. 8:30 e.h.

  þú átt að geta sótt þér forrit á netinu sem er hugsað fyrir maccfólk sem þarf að nota microsoft hugbúnað……..það á ekki að vera neitt mál…..

  hefði ekkert á móti því að hitta grá og jarphærðu pönkaraprinsessubínuna og er í þessum töluðum orðum að reyna að hugsa upp eitthvað alveg bráðnauðsynlegt sem ég þarf og bara verð að gera í parís…..nánar tiltekið romainville

  hasta la vista
  frá fjónska koffeinistanum


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: