stundum

Stundum hellist það yfir mig, eins og einhver fáránleg mistök, eitthvað Kafkadæmi þar sem ég skil ekki aðstöðu mína og ástæðurnar fyrir henni, að ég er orðin tveggja barna móðir og æðsti yfirmaður fjögurra manna fjölskyldu. (Ég get leyft mér að setja mig í æðstu stöðu þar sem maðurinn minn er útlendingur og kann ekki að lesa bloggið mitt – hí á hann.)

En það sem ég meina er, að jú, ég gekk með þessi tvö börn og fæddi þau á náttúrulegan hátt og man vel eftir því og GEKKST VIÐ ÞEIM í ráðhúsinu (já, móðirin þarf að fara og skrifa undir að hún gangist við barninu sem hún ber undir belti hér í Frakklandi…) og leik mér við þau á hverjum degi og skipti á bleijum og þvæ hári og bak við eyrun og og og… en svo bara stundum er ég að gera einhvern einfaldan hlut eins og áðan var ég að setja yfir kartöflur, og fór að spá í hvað þyrfti margar kartöflur og þá helltist yfir mig að ég var að setja yfir kartöflur fyrir fjóra, FJÓRA, alveg eins og þegar ég var tólf ára að setja yfir kartöflur fyrir mömmu og þá var ég bara að hlýða beinni skipun, en núna er ég að gera þetta vegna þess á ÉG ákvað að það yrðu kartöflur í hádegismatinn. Skilur mig einhver? Ég veit ekki hvort ég næ að útskýra hvað maður er týndur á svona stundum. Gersamlega sannfærður um að þetta séu allt saman einhver mistök, maður sé ekkert kominn í þennan pakka bara sisona allt í einu og óforvarendis.

Ég skil að sumar konur myrða börnin sín og sig á eftir. Ég skil að feður myrða börnin sín, konuna sína og sig á eftir. Þetta fólk leyfir sér að ganga alla leið í þessari týndu örvæntingu sem grípur mann, í staðinn fyrir að ég tek mér tak, hristi mig og segi við sjálfa mig að auðvitað sé ég núna tveggja barna móðir. Ég hafi viljað það og sé ánægð með það. Auðvitað er ég ánægð með það. Þetta bara hellist stundum yfir mann í augnablik og svo er það búið. Stundum.

Lifið í friði.

0 Responses to “stundum”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: