ráð og ræna

Ég lýsi hér með eftir ráði og rænu sem tapaðist einhvern tímann upp úr miðnætti í gær í afmælinu hennar Bryndísar E. Til hamingju með afmælið elskan mín og takk fyrir frábært partý.

Reyndar er hún Bryndís með vonlausan tónlistarsmekk þó við getum stundum mæst í gömlum abbalummum og öðru diskói. Ég þoli ekki vælið í þessum píum í dag. Þoli það ekki. Þess vegna tók ég mig til og dauðarokksöskraði yfir sum þessara laga og lýsi því líka eftir rödd minni sem er atvinnutæki mitt og ég þarf að nota á morgun, ásamt ráðinu og rænunni.

Best að skríða aftur undir sæng. Börnin eru hjá ömmu og afa og verða fram á morgun svo við hjónin erum að upplifa allsherjar hvíldardag. Arnaud ætlar út að ná í vídeó og pizzu. Ykkur finnst þetta kannski hljóma banalt, en við gerum þetta ALDREI. Nema núna.

Lifið í friði.

0 Responses to “ráð og ræna”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: