Ég trúi því ekki að enginn hafi lagt orð í belg varðandi síðasta pistil. Það er alveg sama hversu lágt maður leggst, ég minni á að ég bað um hrós fyrir dæmin sem ég bjó til á vísindalegan hátt, en enginn varð við þeirri lágkúrulegu beiðni.

Annars er það merkilegt að nú er ég á fullu í því að vera frökk, og ég finn vel fyrir því að það er stundum ógreinileg lína milli þess að vera frakkur og að leggjast lágt. Ég bað t.d. um að vera boðið í kokkteilboð í vikunni, sem er afskaplega framhleypið, og eiginlega telst það leggjast frekar lágt, á minn mælikvarða. En það fyndna var, að mér var launuð þessi framhleypni, manneskjan sem ég bað um að redda mér gat það ekki en hins vegar hringdi önnur manneskja í mig sem vildi fá aukamiðana á tónleikana og bauð mér í staðinn í kokkteilinn. Ég er svo mikil nýaldarkarmaárukerling að ég vil meina að þetta sé tengt á einhvern undarlegan hátt.

Ég hef ýmislegt fleira gert undanfarið til að minna á mig og bjóða fram þjónustu mína, en ekkert hefur komið út úr því brölti mínu.

Ég er þó ekki búin að missa móðinn og held áfram að vera frökk. Það er nóg komið af hógværð og feimni.

Lifið í friði.

0 Responses to “”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: