samviskubit

Jæja, nú er farið að síga á seinni hluta dvalar minnar og barnanna hér á skerinu. Þá gerist það að maður byrjar að fá nagandi samviskubit og stresskitl yfir öllum sem maður hefur ekki enn hitt. Það er nefninlega alveg ótrúlegt hvað fjöldinn er mikill, hvað margir elska mann og vilja fá að sjá mann, kannski ekki svo ótrúlegt þegar ég set þetta svona fram. (Best að gleyma því algerlega að líklega vilja flestir sjá mig til að geta séð afkvæmin, það gerðist um leið og maður átti barn, maður bara kolféll í skuggann af því.)

Ég hef ekki hringt í marga, og skulda m.a.s. nokkrum svar við þeirra tilraunum til að ná í mig. Tíminn er ótrúlegt fyrirbrigði. Frábært ljóð um tímann á mjólkurfernum þessa dagana. Brilljant útskýring á því að þetta sé bara röð af sekúndum og mínútum… vil ekki nauðga góðu ljóði með því að fara rangt með og nenni ómögulega að standa upp til að ná í mjólkurfernu, enda er ég í músaleik hér í stofunni með son minn meðan aðrir sofa núna klukkan 7.45 á sunnudagsmorgni. En ég hef lengi básúnað yfir vinum mínum að setningin „tíminn er peningar“ sé dáleiðslusetning sem við erum farin að trúa eftir allt of margar endurtekningar. Að segja að tíminn sé peningar, er gersamlegt vanmat á þessu fyrirbrigði og ofmat á skítafyrirbrigðinu peningar. Fé. Auður. Seðlar. Mynt. Krónur. Þoli ekki peninga og þoli ekki að maður er tilneyddur til að eyða góðum hluta tímans síns dýrmæta í að skaffa þá. Skil vel að sumir rónar eru það í mótmælaskyni við kerfið. En vil þó minna á að sumir rónar eru sjúklingar sem myndu þiggja hjálp með glöðu veiku geði, en ekki pláss fyrir þá í fína kerfinu okkar hinna.

En ég er sem sagt að komast í tímaþröng ef ég ætla að leyfa öllum að njóta mín í eina kaffistund. Nú verður maður bara að taka upp tólið og stundaskrána og raða fólkinu upp og vera á þeysingi fram að brottför og koma út/heim dauðuppgefinn, eins og vanalega. Nú eiga allir að gráta hlutskipti vesalings fólksins sem býr í útlöndum.

En ég sá sem sagt litla íslenska spörfuglinn á sviði Þjóðleikhússins og kom skjálfandi heim með grátstafinn í kverkunum. Er þessi leikkona hægt? Hún er stórkostleg, Edith Piaf er náttúrulega snilld og vel farið með hana þarna. Bravó Siggi Páls fyrir þýðingar á textum, truflar mann nákvæmlega ekki neitt. Bravó fyrir gott leikrit. Drífið ykkur, þið sem ekki hafið séð. Hægt að fá miða í desember, skilst mér. Og svo verður maður bara alveg greinilega að hanna Piaf göngutúr um París fyrir næsta sumar. Vefsíðugerð er í fullum gangi, læknaneminn og vefstjóri minn er að vísu floginn til Amsterdam í viku, en þetta er allt að komast í rosa flott form. Afar jákvætt allt saman.

Best að fara að sinna litla morgunhananum, hann er kominn í lyklaborðið.

Lifið í friði.

0 Responses to “samviskubit”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s





%d bloggurum líkar þetta: