Kári afmælisbarn

Elsku litli kúturinn minn á afmæli í dag. Ár síðan hann kom út. Ár síðan ég fnæsti og hvæsti og var stungin þrisvar eða fjórum sinnum í bakið áður en mænudeyfingin tókst. Ár síðan ég var næstum búin að myrða manneskju í fyrsta sinn. Ár síðan ég varð tveggja barna móðir sem er helmingi meira mál en að vera eins barns móðir. ÁR. Hefur liðið svo hratt og samt svo margt gerst… bla bla bla. Nenni ekki að bulla um þetta neitt nánar, er á fullu að reyna að ýta öllu ryki undir skápa og bókahillur þar sem föðurfjölskyldan ætlar að koma í kaffi og kökur sem ég er búin að vera að baka undanfarna tvo daga. Frekar svona mislukkaðar, seigur marengs og hálfeymdarleg súkkulaðikaka og ekkert skraut, bara notað afmæliskerti. En maður fær svo mikinn plús frá Frökkunum fyrir að gera hlutina sjálfur. Þessar búrgeisakonur í fjölskyldunni fara nú bara út í bakarí og panta veitingarnar. Svo verður auðvitað hinn skotheldi ostabakki frá besta ostasala í heiminum. Þetta verður allt í lagi. En gvuuð minn góður rykið hérna. Hér er þrifið af prófessíonal manneskju á hverjum miðvikudegi, en þegar maður fer að taka almennilega til og reyna að troða alls konar dóti inn í skápa koma líka þessir ullarhnoðrar í ljós alls staðar. Og vetrarsólin er miskunnarlaus og lýsir upp rykið eins og um einhverja dívu á sviði væri að ræða. Best að rjúka.

Lifið í friði.

p.s. Surtsey er 31 árs í dag.

0 Responses to “Kári afmælisbarn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: