tímanna tákn

Ég er að æfa börnin mín fyrir jólaballið nk. sunnudag. Ég syng því hér hástöfum alls konar jólalög öllum nágrönnum mínum til mikillar gleði og ánægju, býst ég við.

Það er kannski tákn um það hversu mikil nútímakona ég er, að ég söng alltaf að ég bryti saman þvottinn á föstudögum, en ekki að ég straujaði hann, eins og ég sá að upprunalegi textinn vill á söngblaðinu hjá væntanlegum undirleikara jólaballsins.

Ég strauja aldrei neitt. Ég bara tek þvottinn af snúrunum og helst í einu snöggu handtaki sem tekst því ég hef þróað afar sérstaka tækni við að hengja þvottinn upp með tilliti til þess að auðvelt sé að kippa honum niður aftur þurrum, svo brýt ég hann saman lauslega og hendi inn í skápa, ef hann liggur ekki bara í bunkum á borðstofuborðinu þar til hann fer aftur utan á heimilisfólkið.

Straujar einhver í dag? Jú, ein vinkona mín straujar því henni finnst það gaman. En hún er mjög skrýtin og finnst t.d. gaman að ganga á fjöll líka…

Ein saga sem mér dettur í hug í sambandi við þvott. Lítill gutti var í heimsókn með mömmu sinni hjá vinkonu hennar. Í næsta garði var kona að hengja upp þvott. Sá stutti bendir og segir: „abbababb kona að hengja upp þvott“. Þetta vakti furðu viðstaddra, og kom í ljós að á hans heimili er það faðirinn sem sér um þvottadeildina. Skemmtileg saga sem sýnir að karla- og kvennastörf er afstætt fyrirbrigði.

Lifið í friði á aðventunni. Megi sem flestir lifa hana af.

0 Responses to “tímanna tákn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: