prófdagur I

Jæja, þá er dagurinn runninn upp. Arnaud farinn í stóra bókasafnsprófið sitt. Hann er sem sagt að sækja um vinnu á bókasafni og til þess að fá vinnu hjá opinberum stofnunum í Frakklandi þarf að fara í gegnum stórt samræmt próf. Sama hversu lummó vinnan er. Arnaud vill fá vinnu á bókasafni hér í úthverfinu þar sem söfnin eru bara opin nokkra daga í viku svo hann sé með launaseðil (fyrir dagheimilispláss fyrir börnin) en geti samt unnið sína aðalvinnu sem eru skriftir. Vá, þetta var leiðinlegt. Að útskýra. Að skýra út.

Það er aldrei gaman að útskýra svona hversdagshluti. Skemmtilegra væri að þurfa að útskýra hvernig flugvél tekst á loft eða hvernig kafbátar geta komist á margra kílómetra dýpi og haldið réttum þrýstingi inni í sér. Eða hvernig straujárn virka. Eða piparkökur bakast. Hætt.

Arnaud fór út klukkan hálfátta í morgun og kemur heim hálfníu í kvöld. Ég er ein með börnin og skítakuldi úti. En það er nú samt sólarglæta annan daginn í röð sem er sálarlega afskaplega gott mál. Sólin er svo góð þó það sé kalt. Himininn er svo miklu betri án skýja. Það er reyndar stórt mengunarský yfir París, en þau hverfa alltaf þegar líður á daginn.

Á morgun fer Arnaud aftur í prófið og svo er hann búinn. Búinn. Svo tekur við margra mánaða bið eftir niðurstöðum. Úff. Best að hugsa ekki um það. Á morgun getur maður byrjað að opna dagatalið. Best að fara út í búð og athuga hvort þeir eigi ekki dagatöl. Ekki nammidagatal, súkkulaðið í þeim er alltaf eins og það sé búið til úr gömlum kúk. Kaupi bara eitthvað kitch myndadagatal og stóra dós af makkintosi. Mamma mín var svo frábær kona, og ER (ljótt að tala um lifandi fólk í þátíð, nema maður sé að tala um eitthvað ljótt: hann VAR letingi…), sem sagt, mamma er svo frábær kona að hún bjó til rosalega flott dagatal úr fíltefni og svo héngu makkintos molar í því. Árin fóru illa með það og mamma er hendikona svo ég get ekki fengið afnot af þessu dásamlega dagatali. En kannski fyrir næstu jól geri ég eitthvað flott. Betri hugmynd: Lauma því að mömmu að það sé nú alveg sérlega ömmulegt að búa til dagatal fyrir barnabörnin…

Makkintos heitir kvalítí strít í Frakklandi. Skrýtnir þessir Frakkar.

Lifið í friði. Lifi mannréttindin. Burt með ofríki kapítalismans.

0 Responses to “prófdagur I”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: