allt í fína

Ég fór í þessa kringlu í gær aftur (sjá pistil hér á undan). Þar er alltaf sama ójólastemningin. Mér finnst þetta kaupæði ömurlegt og frýs gersamlega í þessu andrúmslofti. Hef samt náð að kaupa nokkrar gjafir. Datt niður á fullkomnu gjöfina fyrir marga í einni búð sem bjargaði mestu. Gef reyndar mjög fáar gjafir er ég búin að komast að síðustu vikur. Ég er algerlega á móti því að fólk setur sig á hausinn við gjafakaup, vil ekki gefa eitthvað sem ég hef ekki efni á, og vil alls ekki fá dýrar gjafir frá fólki sem nær varla endum saman. Ég hef alltaf staðið mig vel í þessu og á samt fullt af vinum (held ég). Ég er reyndar mjög dugleg við jólakortin, sendi allt of mörg slík, en mér finnst gaman að skrifa svo það kemur nokkurn veginn af sjálfu sér.

Fékk senda lýsingu á námskeiði fyrir karlmenn sem var mjög fyndið og vel til fundið en kannski ætti að senda konur á námskeið í því að falla ekki fyrir flottum útstillingum og tilboðsmiðum. Mamma er alltaf mjög veik fyrir tilboðum, kaupir oft ýmsan óþarfa bara út af stjörnulaga gulum spjöldum sem hanga fyrir ofan vöruna.

En allt gekk vel í kringlunni í gær, engir verðir að trufla mig við þjófnaðartilraunir. Enda engir þjófnaðartilburðir í mér. Fór þæg og góð og náði í myndirnar og hafði m.a.s. af að þora inn í FNAC og bæklingurinn kominn aftur svo allt er í himnalagi.

Ég er komin í þokkalegt jólaskap sjálf. Kvíði dálítið fyrir því að vera ekki á Íslandi, en mun gera mitt besta til að halda stemningunni hér í hámarki. Maðurinn minn er alls ekki jólabarn, samræmist ekki hans kommúnískanarkíska hug að vera með væmni í kringum sólstöðurnar. Ég hef gaman að jesúbarninu og jötunni, væmnum Betlehemlögum, rokkandi jólahjólalögum og undarlegum jólagjöfineréglastchristmaslögum. Ég hef gaman að þessari „skyldu“ til að hafa samband við ættingja og vini. Jólaboð þar sem maður nær að fylgjast örlítið með vexti og þroska frændanna sem maður hittir aldrei allt árið. Jólaboð sem eru dálítið sorglegri síðan amma og afi hættu að mæta…

Sjálfsmorð eru víst fátíðari á Íslandi á veturna, og telja sérfróðir að það sé helst vegna jólanna. Jólin eru frábært fyrirbrigði, hvort sem við tökum þau TRÚANleg eða sem hátíð ljóss og friðar.

Þau yrðu enn frábærari ef við hættum að láta gabbast af neyslugrýlunni, en kannski er það líka bara allt í lagi. Kaupmenn velta stórum hluta ársveltunnar í þessum undarlega desember, og kannski væri heimurinn bara verri ef við fengjum ekki þetta kaupæði yfir okkur. Kannski er þetta pínulítið „náttúrulegt“ þó okkur finnist það ekki. Kannski var þetta svona líka í „þá gömlu góðu daga“, bara með öðru sniði, ekki voru spilastokkarnir heimatilbúnir þó að kertin hafi verið það?

Jólin eru góð. Njótið þeirra. En ekki gleyma því að hálfur heimurinn líður skort og lifir í niðurlægingu og að íslenska þjóðin er látin samþykkja a.m.k. hluta af því skriflega.

Lifið í friði.

0 Responses to “allt í fína”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: