myndagátan

Ég held ég sé komin með kraftakarlinn og skipið hans, en mig vantar það sem kemur á eftir, hvað heitir prjónninn, nálinn, alurinn, sýllinn sem er á beltissylgjum?

Og hvað í ósköpunum er þetta þarna fremst í síðustu línunni???

Og hvað er þetta fyrir ofan það?

Ætli restin verði ekki fyrir Emblu. Man eftir henni í símanum með pabba mínum að leysa gátuna fyrir nokkrum árum. Ætlaði að nota sama trikkið og hringdi í pabba sem var í fýlu því honum fannst Nói albinói leiðinleg en ekki mömmu og sagðist ekki hafa skoðað gátuna neitt.

Mér fannst Nói mjög góður. Ekki kannski beint það sem maður myndi segja skemmtilegur, en alveg frábær mynd. Þegar ég keypti miðann á hana, sagði ég náttúrulega Nói albinói. Konan í miðasölunni hváði. Þá sagði ég: „þessa íslensku“. Miðasölukonan: „Ah, ví, núa albínúa“.

Hitabylgjan mín varð skammvinn, ég fagnaði kannski of snemma og göldrunum sleppti. Það er reyndar ágætt, því ég hafði einmitt áhyggjur af að það yrði erfitt að aka úr hitanum upp í kalt Norðrið.

Lifið í friði og leysist allar ykkar myndagátur.

0 Responses to “myndagátan”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: