konungar og drottning

Fór að sjá Rois et reine eftir Arnaud Desplechin á laugardagskvöldið. Sýningunni fylgdu svo umræður við leikstjóra sem sannaði það sem maður vissi sossum, hann er klár og hugsar mikið. Lengi að skrifa handritin sem eru troðfull af áhugaverðum hlutum og tilvísunum og öðru skemmtilegu. Myndin er mjög áhorfanleg og manni leiðist ekki í mínútu þó hún fari upp í tvo og hálfan tíma. Hins vegar er hún svo djúsí að maður þarf að sjá hana tvisvar til þrisvar til að ná öllu saman. Góð mynd.

Manninum mínum fannst hún ekki góð því hann þolir ekki aðalleikkonuna, Emmanuelle Devos sem mér finnst frábær. Allir leikararnir eru reyndar frábærir í þessari mynd og ekki spillir fyrir að drottningin Catherine Deneuve kemur fyrir í tveimur senum. Í annarri þeirra spyr ungur maður hana hvort henni hafi ekki oft verið sagt að hún sé falleg. Hún lítur dreymandi í kvikmyndavélina, ó jú… oft… Hún er fædd 1943 og er alltaf jafn dásamlega glæsileg kona. Vildi óska að ég kæmist með tærnar þar sem hún hefur hælana í kynþokka og fágun. Drífið ykkur að sjá þessa mynd þegar hún verður sýnd á kvikmyndahátíð 2029!

Ein af ástæðunum fyrir að ég gæti ekki búið á Íslandi: óúrvalið í kvikmyndahúsunum. Ókei, frábærar vídeóleigur en… ekki nóg. Kvikmyndasjóður er reyndar að gera spennandi hluti, sýnist manni úr fjarlægð en… ekki nóg.

Lauk við Meistarann og Margarítu í morgun. Dásamleg lesning. Mæli með þessari bók. Næsta bók verður um franska tungu, texti frá 17. öld sem útskýrir í löngu og erfiðu máli hvers vegna franskan er fullkomið alþjóðatungumál. Those wore the days að Frakkarnir voru fremstir og bestir og allir vildu frönsku kveðið hafa. Þess vegna er skiljanlegt að þeir séu dálítið fúlir út í enskuna og sigur hennar. Því verðið þið að sýna þeim skilning þegar þið komið í heimsókn og viljið tala við þá enskuna. Fara mjúklega að þeim og sýna þeim að þið kunnið enskuna ekkert betur en þeir, að enskan sé alls ekki móðurmálið heldur íslenskan. Að ykkur þyki SVOOO leitt að tala ekki frönsku. Sem er náttúrulega miður. Þegar ég fór að ná valdi á „alvöru“ bókmenntum á frönsku vorkenndi ég þeim sem tala ekki tungumálið mikið. Margar hurðir sem opnast manni. Öll tungumál eru dýrmæti. Mig langar helst að læra spænskuna líka. Geri það kannski á gamals aldri…

Svo var ég að enda við að senda texta fyrir uppkast að netsíðu til netsmíðameistarans míns ólaunaða. Hlakka mikið mikið til að senda út auglýsingar fyrir slóðina og sjá viðbrögðin við því.

Annars er hugur minn allra mest hjá manni sem ég elska mikið þó hann „nenni ekki að lesa þetta vinstrisinnaða kjaftæði“ mitt hér. Hann er á spítala og á eftir að fara í eina til tvær aðgerðir. En þetta lítur samt víst allt vel út…

Lifið í friði.

0 Responses to “konungar og drottning”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: