stífla

Það er bloggstífla í gangi.

Er voða dugleg að lesa aðra þegar ég hef tíma en ég lenti í því að lesa bloggsíður tveggja stúlkna sem skrifa um látna kærasta sína í fyrradag. Þetta var svakaleg lesning. Takið allar minningargreinar sem þið hafið lesið um ævina og setjið saman í eina tilfinningu. Skrýtið því þær eru svo einlægar og samt skrifa þær illa, þ.e.a.s. stafsetningarlega séð og eru líka „bara“ unglingar og tala því ekki sama tungumál og ég en ég var gersamlega slegin eftir lesturinn á þessu. Úff. Rosalegt. Þunglyndi er mikið vandamál og viljiði öllsömul passa alla þá sem sýna einkenni þess í kringum ykkur. Þunglyndi er DAUÐANS alvara.

Svo er mikið að gerast í mínum tilfinningum þar sem pabbi er á spítala en ég vil ekki tala um það hér… Skrýtið að manni finnst maður vera að opna sig hérna, en svo er eins og það sem mestu máli skiptir komist aldrei út á þessa síðu. Kannski er það líka best. Bæði fyrir mig og ykkur sem lesið…

Svo fæ ég ekkert að gera… ekki eins og það sé ekki nóg að hugsa um börnin en er einhver þarna úti sem er til í að borga mér fyrir það? Er samt ekki til í að selja stórstjörnu börnin mín. Michael Jackson kaupir sér börn reglulega en oj… Og þó, Brad Pitt, vantar hann ekki barn? Var það ekki þess vegna sem hann hætti með JennifeRachel? Fyrst neitaði hún að fara með honum upp í Eiffel turninn þar sem hann átti pantað borð fyrir þau á Jules Vernes sem er rándýri staðurinn þar uppi. Brad Pitt varð að láta sér nægja kvöld á jörðu niðri og fór væntanlega í fýlu. Svo neitar hún að eignast barn með honum. Hvað er eiginlega að manneskjunni? Auðvitað varð hann að leita huggunar annars staðar. Gefur auga leið.

Jæja, eitthvað losnaði um stífluna þarna. Kannski ég tjái mig fljótlega um eitthvað sem máli skiptir eða þannig…

Lifið í friði.

0 Responses to “stífla”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: