síðasti dagurinn

Síðasti dagurinn í janúar 2005.

Þó að Ragna vinkona snillingur Fróða hafi reynt að kenna mér að taka öllum árstíðum með gleði og vera jákvæð á vetrum, er ég vor- og sumarbarn. Ég er kuldaskræfa, ég sé illa í skammdegi, ég er myrkfælin. Ég bara verð að fá að vera með ákveðinn vetrarleiða í janúar, sama hversu mikið ég reyni að vera jákvæð.

Þessi janúar gekk svo sem ágætlega þannig. En ég er samt fegin að hann er alveg að verða búinn. En dag skal að kveldi lofa. Það er miður eftirmiðdagur og samt er ég farin að lofa dagslok. Skamm skamm.

Lifið í friði.

p.s. Kvennakvöldið tókst með afbrigðum vel. Þjónninn var ekki sá sami og síðast og varð fyrir sama áfalli með áfengismagnið sem rann ofan í okkur. Franskar konur drekka sko alltaf bara hálft vínglas og byrja svo að gera blævæng úr höndum sínum og segja gvuuuð ég er svo tippsí (finn ekkert nógu gott íslenskt orð) með afsökunar-sjálfsásökunarblæ í rómnum.

Maður má vera góðglaður á góðum stundum stundum!

0 Responses to “síðasti dagurinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: