nýjar myndir

Eyddi öllum morgninum í að setja inn myndir af diskum. Þeir sem hafa áhuga geta smellt á titilinn hér að ofan. Öðrum er algerlega fyrirgefið að nenna ekki að skoða myndir af annarra manna börnum.

Annars var ég að ljúka við að lesa Villibirtu eftir Lizu Marklund, sem ég keypti mér í fríhöfninni. Undarleg þýðing. Finnst hún mun verri en Paradís þó að þýðandinn sú sá sama. Hún getur ekki búið á Íslandi, því hún veit ekki einu sinni hvað „Viltu vinna milljón?“ heitir á íslensku. Kallar það Hver vill verða milljónamæringur. Bara smáatriði í sjálfu sér, en truflar samt lesturinn.
Einnig hnaut ég um orðið kastarhola. Hann setti karföflurnar í kastarholuna. Býst við að þetta sé íslenskun á orðinu casserole (svona er það skrifað á frönsku) en á mínu heimili eru kartöflurnar einfaldlega settar í pottinn.
Nokkrir aðrir hlutir þarna sem mætti athuga.
Þýðingar eru mjög erfitt verk og vandasamt og auðvelt að gera mistök. En ef vel er lesið yfir af öðrum og ritstjórinn vinnur sitt verk, ætti að vera hægt að komast hjá miklu klúðri. Er kannski ekki lesið yfir þýðingar? Eru ekki ritstjórar sem gagnrýna verkin áður en þau eru prentuð?
En Villibirta er samt hin fínasta afþreying og manni þykir verst að lesa ekki sænskuna. Ætli það sé ekki búið að kvikmynda þessar bækur?

Nú er sunnudagur og svo verður sunnudagur aftur eftir viku (þannig er það bara börnin mín) og mánudagurinn þar á eftir er síðasti dagurinn í febrúar. Sem þýðir að mars kemur á þriðjudaginn eftir viku og tvo daga. Tíminn líður kannski of hratt, en það er a.m.k. hægt að ylja sér við að þetta er allt mjög lógískt og hefðbundið. Nema náttúrulega þegar hlaupár kemur og ruglar mann algerlega. En það er ekki núna svo ég hef engar áhyggjur.

Lifið í friði.

0 Responses to “nýjar myndir”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: