Hvít París

Hér kyngir niður snjó. Þetta er ótrúlegt. Þegar maður leit út í morgun var allt hvítt og snjóaði og nú, tveimur tímum seinna snjóar enn jafnmikið.
Það er dásamlega gaman að sjá útlendingana koma út úr húsunum dúðaða, stíga ofurvarlega niður og renna aðeins til. Sjá jakkafatakallana róta lengi í skottinu og finna loksins sköfuna sem var keypt í skíðafríi í Ölpunum fyrir nokkrum árum síðan og skafa svo vandlega allar rúður. Mér dettur ekki í hug að hreyfa bílinn í dag. Parísarbúar kunna ekki að aka í snjó. Það má bóka það að árekstrar verða á öðru hverju horni með tilheyrandi öskrum og jafnvel handalögmálum.
Ég ætla samt í bæinn, þarf að þræða tölvubúðir því nú er kominn tími til að stækka þessa tölvu eitthvað svo ég geti notað nýju fínu stafrænu myndavélina sem ég freistaðist til að kaupa í fríhöfninni. Kannski ég taki myndavélina með og taki snjómyndir fyrir fyrrverandi Parísarbúa?
Það er gaman í París þegar náttúran sýnir sig svona harkalega. Lífið gengur ekki sinn vanagang, það myndast einhvers konar hópstemning eins og þegar fólk er veðurteppt í skíðaskála á Íslandi. Allir fara að tala saman um ósköpin. Ég skal hengja mig upp á að nú verða rifjaðar upp sögur af skíðafólki á Trocadéro snjóveturinn mikla 96 á öllum kaffihúsum borgarinnar.

En svo kannski hættir bara að snjóa innan skamms og allt verður horfið á hádegi.

Lifið í friði.

0 Responses to “Hvít París”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: