gaman

Það er sól og allt hvítt ennþá. Mér finnst þetta alveg frábært. Ég ætlast ekki til að fólkið sem hefur vaðið snjó í allan vetur og þreifað sig í gegnum þoku þessa viku skilji mig. En ég skil mig. Það er nóg.
Í gær fór ég í tölvubúð og stóðst prófraunina. Ég beið lengi í Apple-horninu meðan sölumaðurinn var í einhverjum kappakstursleik á risastórum fallegum flötum hvítum skjá. Hvílík misnotkun á vesalings tölvunni. Hver fann upp tölvuleiki? Ætti að hengja þann mann í hæsta gálga. Ekkert eins heimskulegt á svipinn og fullorðinn maður að handfjatla stýripinna. En ég beið þolinmóð þar til leikurinn var búinn. Þá sneri hann sér að mér: Mademoiselle? Ég fyrirgaf honum að vera kjáni, brosti mínu fegursta og rakti honum raunir mínar. Mig langaði svo í Mac Os X. Hann fann fyrir mig 512 megabita minniskort á 105 evrur sem ég keypti. Svo fæ ég lánaða uppsetningardiska hjá Jean Marc og gamli jálkurinn mun breytast í þykjustunni glænýja tölvu. Þá ætti ég að geta sett upp MSN, sýnt myndir úr nýju fínu myndavélinni og alls konar fleira skemmtilegt. Svo þarf maður náttúrulega að fá vefmyndavél, air-port, ljósmyndaprentara og ýmislegt fleira sá ég þarna sem mig bráðvantar. Þessi ferð gekk mun betur en síðast, þegar ég fylltist einhverri vanmáttarkennd og gekk út úr búðinni með tárin í augunum.
Ég var m.a.s. svo örugg með mig að ég skipti minniskortinu sjálf út í gærkvöldi. Alveg ein og á eigin spýtur. Kannski ég geti sjálf uppfært tölvuna? Ég held það. Ég held það nú!
Maður á alltaf að gera það sem mann langar til. Maður á aldrei að hugsa sem svo að maður sé kannski ekki nógu góður. Kannski verður maður hugrakkari við að ala upp börn? Fyrst maður getur það, getur maður allt annað? Ég veit það ekki, en ég er full af einhverjum framkvæmdakrafti í dag. Full af orku. Nú er bara að nota hana á réttan hátt.

Smá ferðamannaupplýsingar: Besta tölvubúðin í París heitir Surcouf, sem er nafnið á frægum sjóræningja frá 17. öld. Hún er nú komin á tvo staði í París:

Surcouf, 139, avenue Daumesnil, 75012 Paris.
Opið má-lau kl. 10-19.

Surcouf, 21, boulevard Haussmann, 75009 Paris
Opið má-lau kl. 10-20, fim til kl. 22.

Þarna fæst allt milli himins og jarðar sem tengist tölvum, myndavélum og farsímum. Oft góð tilboð í gangi. Var upphaflega byggt upp sem markaður, básar sem minni sölumenn leigðu, en mér sýnist það hafa breyst, þó ekki viss.
Þeir eru með tölvutöskur með Eiffel-turninum á. Myndi kaupa mér eina slíka ef ég ætti fartölvu. Netsíðan er http://www.surcouf.com

Annað var það ekki í bili. Lifið í friði.

0 Responses to “gaman”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: