Fréttir, auglýsingar og dagskrá

Fyrirsögnin er tengill á heimasíðuna mína þar sem finnst lýsing á gönguferðum mínum ásamt ýmsum hagnýtum upplýsingum um París.

Ég gekk þvert yfir borgina í gær. Get varla gengið þvert yfir íbúðina mína í dag. Nú verður maður bara að koma sér í gönguform og eina leiðin til þess er að ganga og ganga. Kannski ég syndi líka smá á næstunni.
Veðrið er dásamlegt, kringum tuttugu stig og sól. París er frábær borg á vorin. Og reyndar alla hina mánuðina líka, en samt best á vorin.
Hér er allt orðið grænt nema ávaxtatrén sem eru í fullum blóma.
Fór aftur í kirkjugarðinn, en þetta sinn kom ég ekki við hjá Edith Piaf. Ég gekk fáfarnari stíga og varð fyrir því að verða hálfhrædd. Hafði nefninlega lesið undarlegar lýsingar á fólki sem leitaði krydds í kynlífið í kirkjugarðinum. Skrifað af gægjukarli en næsta óöruggt með uppruna skriftanna. Er að lesa bók um Père Lachaise og einn kafli í bókinni er sem sagt um garðinn og erótík. Höfundur bókarinnar segist hafa gengið fram á mann sem sat og skrifaði í stílabók. Maðurinn hrökk við og hljóp í burtu en týndi glósunum sínum. Þær birtir höfundur bókarinnar. Ég hef hann sjálfan grunaðan og finnst þetta gruggug saga hjá honum. Get því miður ekki birt lýsingarnar hér, þær eru of. En sumir fá víst kikk út úr því að njótast og horfa á líkfylgdir í leiðinni.

Svo fór ég út úr kirkjugarðinum á nýjum stað og kom þá að náttúrugarði sem er með tjörn sem er full af froskum. Froskarnir eru í vorhug með öllu sem því fylgir og ég held ég hafi staðið og starað á froska í daðurleikjum í hálftíma. Eftir það gekk ég upp rue de Bagnolet. Get ekki betur séð en að hárgreiðslustofan sem var innréttuð 1968 og hafði ekki breytt neinu, ekki einu sinni auglýsingaspjöldunum, sé horfin. Hvílík synd. Það er ekki bara Reykjavík sem glutrar niður fínum upprunastöðum.
Hins vegar fann ég búð sem heitir The Art Store. Þeir selja plaköt af listaverkum sem eru prentuð á striga. Ótrúlega flott. Þetta er algerlega löglegt, inni í verðinu er höfundarréttur. Þeir geta ekki gert hvaða verk sem er, heldur verður að velja upp úr katalógum. Stærðin er líka föst eftir stærðinni í katalógunum. Pöntun tekur 5-6 vikur.
Ég talaði við eigandann og hann sagðist geta sent myndirnar til Íslands, annað hvort upprúllaðar eða vel innpakkaðar. Ég veit ekki hvort þessi tækni fæst gerð á Íslandi. Þetta er mjög svipað og að prenta myndir á tré, en samt aðrar græjur. Hann sagði mér að þetta væri algengt í Kanada og Bandaríkjunum en hann væri sá fyrsti til að bjóða þetta í Frakklandi.
Ég mun setja nánari upplýsingar um þetta inn á heimasíðuna mína, þar sem tenglamál eru í einhverjum ólestri á þessari bloggsíðu. Þar munu koma fram slóðir inn á katalógana og e-mail adressa búðarinnar.

The Art Store
117, rue de Bagnolet
75020 Paris
opið þri-lau kl. 11-13 og 14-19:30

Orðið gruggug er flott orð, gruggugur ennþá flottara, grugg grugg gruggedí grugg…

Lifið í friði og borðið guðslambið væna og egg frá Nóa og hugsið til mín.

0 Responses to “Fréttir, auglýsingar og dagskrá”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: