vítissódi

Ég man eftir því að vera send niður í Kron með miða frá mömmu þar sem stóð að ég ætti að fá afgreiddan vítissóda. Þá gat maður keypt sígarettur og logið að þær væru fyrir mömmu, en þurfti miða fyrir vítissóda sem var mikið notaður við hreingerningar á pípum og rörum húsa. Þá voru húsmæður meðvitaðar um að í pípum og rörum gætu leynst óhreinindi.
Ég er persónulega algerlega á móti notkun of sterkra hreinsiefna og myndi aldrei láta mig dreyma að hella vítissóda niður í rörin mín. Allt of meðvituð um að allt sem fer niður leiðslurnar mínar þarf að fara eitthvað annað og vil ekki valda of mikilli mengun þar.
En í dag er mér uppálagt að loka vel fyrir öll rör sem leiða út úr íbúðinni. Taka slöngur þvotta- og uppþvottavélar úr rörunum og loka þeim með klútum, fylla alla vaska og bað af vatni og halda lokuðu. Það á að þrífa þessi rör með einhverjum háþrýstibúnaði. Ég er frekar hissa og líka smá pirruð út í þetta. Vil helst fara og skipta mér af því hvað þeir eru að nota. Vil helst vita það. Og láta þá vita að ég er algerlega andsnúin notkun vítissóda eða annarra sterkra efna.
Þeim er líklega slétt sama. Og rörin verða hreinsuð hvað sem mínum grænvitundarkrísum líður.

Lifið í friði.

0 Responses to “vítissódi”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: