h h h

Ég bætti þremur háum í bloggaralistann minn í dag.

Annars er mín nett pirruð í dag. Á ég að láta það vaða, eða á ég bara að sitja á mér eins og ég er búin að gera alla helgina? Ég læt vaða:
Ég ÞOLI ekki þetta helvítis andskotans væl í bloggheimi um að hinar og þessar listgreinarnar séu vondar og ekki list og ég þoli ALLS EKKI hvernig fólk er með minnimáttarkennd gagnvart fínum orðum eins og menning, listrænt, menningarlegt, sköpun, ritlist, myndlist, leiklist, sjónlist, húsagerðarlist og svona mætti lengi áfram telja.
Mér finnst þetta orðið leiðinda fáránlegt snobb í fólki að kasta skít í listina og menningarlega þenkjandi fólk. Fyrst datt mér í hug afdalaháttur, en mundi svo eftir því að í sveitum og afdölum á Íslandi er mun meira af listelskandi fólki en á mölinni fyrir sunnan, ef miðað er við höfðatölu. Og þar fer fram mikil listsköpun, fólk er ekki feimið við að mála, skera í við, sauma og prjóna og dreymir um að komast á söfnin í stórborgunum í útlöndum.
Svo er þetta ofdekraða og freka Reykjavíkurpakk með einhvern óúthugsaðan skít endalaust út í list og listamenn.
Lágmenningarupphefjandi hugsunarháttur er bæði þreytandi og hættulegur. Við skulum ekki gleyma því að Göbel sagði að ef hann heyrði orðið menning, tæki hann fram skambyssuna. Enginn vill Göbel vera, né konan hans.
Ég var alveg sérlega sammála Ingólfi sem einhvern tímann sagðist ætla að gera listaverk úr rassi sínum eftir að hafa hlustað á uppskrúfaða listamenn í útvarpinu. Ég geri mér grein fyrir því að ég er frekar laus við svoleiðis kjaftæði þar sem ég hlusta yfirleitt lítið á útvarp og horfi lítið á sjónvarp. Ég vel mér hverja ég hlusta á, horfi á og les og ég nýt allra lista upp að ákveðnu marki. Ég gæti ekki lifað án bóka, mynda, ljóða, ljósmynda, fallegra húsa, safna, bókasafna, gosbrunna, styttanna í görðunum, blómanna og barnanna og ekkert af þessu gæti lifað án alls hins.
Ímyndum okkur að allir haldi áfram að klifa á þessu að list og listræna sé viðbjóður. Smátt og smátt verður eina myndlistin auglýsingar og eina ritlistin augýsingatengdar greinar í fréttadulargerfi í auglýsingapésum. Ímyndum okkur heiminn án ljóða Megasar og mynda Picasso.
Vörum okkur á því að gera lítið úr listsköpun. Skoðum okkur frekar um með opinn huga og pælum í því hvað er í gangi. Fullt af listsköpuninni er hálfgert rusl, en tíminn vinsar þetta rusl út, höfum engar áhyggjur af því. Málið er að af ruslahaugum vaxa oft fögur blóm. Og hvers virði er fagurt blóm?

Lifið í friði.

0 Responses to “h h h”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: