drúbbí drúbbí dú

Mér leiðist ógurlega sjaldan en núna leiðist mér ógurlega mikið. Reyndar heyri ég í drengnum mínum í þessum orðum rituðum svo líklega hætti ég að hafa tíma til að láta mér leiðast innan skamms.
Ég fór að bloggflakka og lenti á Heiðu sem spurði um Gloria. Fann heimasíðu ítalska folans Umberto Tozzi sem söng þetta dásamlega lag. umbertotozzi.com
Þar er gefið tóndæmi að laginu. Örugglega hægt að finna það einhvers staðar í heilu lagi. En Umberto á fleiri þekkt lög. Tékkið á honum ef ykkur leiðist þó það lækni leiðann bara rétt meðan það stendur yfir. Stundum verður maður óþyrmilega var við takmarkanir netsins frábæra. Það hefði til dæmis verið miklu skemmtilegra ef Umberto hefði stokkið upp úr holu í gólfi mínu og dansað við mig meðan hann söng lögin sín eitt á eftir öðru. Ég held ég gæti þá enn verið í vímu.
Lífið er tómar takmarkanir. Og vonbrigði.
Nei, nei, ekki taka mark á mér. Marktaka mig. Taka mig. Alvarlega. Ég er ekki á barmi örvæntingar eða þunglyndis. Bókmenntalegar ýkjur allt saman hjá mér. Lofa því.
En síminn mætti hringja stundum. Og hvar er blessaður tölvupósturinn sem ég bíð eftir? Ótrúlega algengt að fá ekki svör við tölvupóstum. Ég svara um hæl þegar ég mögulega get ef bréfið óskar svars. Eða bréfritari þið skiljið mig…
En nú er Kári farinn að hvæsa og best að sinna honum. Var að frétta að ein vinkona mín sagði að bloggið mitt yki ekki áhuga barnlausra kvenna á að breyta því ástandi. Hm. Vonandi finnst fólki ég ekki vanrækja litlu rækjurnar. Og vanmeta þá gleði sem fylgir þeim. En ég þoli bara ekki þá væmni sem fylgir því að dásama börnin og barneignirnar. Og svo er ég ekki með neina stofnun til að hjálpa mér með þau og þá er þetta ekki alltaf tóm gleði. Ekki misskilja mig stelpur.
Búum til betri börn.
Gerumst nú metnaðargjörn.
Ota skal tota, hættum að nota skothelda getnaðarvörn.

Mér finnst að Selma ætti að syngja lag eftir Sverri Stormsker í næstu undankeppni og kannski vera í fötum úr Victoria’s Secret. Og snerta sig. Æ, nú missti ég mig. Fyrirgefiði. Er ég oft að biðjast afsökunar hér á þessari síðu? Það er nefninlega frekar svona ótækt í mannlegum samskiptum er það ekki? Að vera sífellt að afsaka sig. Fyrirgefiði, nú skal ég hætta að segja fyrirgefiði. Æ, fyrirgefiði ég sagði það aftur…

Lifið í friði.

0 Responses to “drúbbí drúbbí dú”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: