sunnudagsmorgunn

Börnin úti í garði með pabbanum sem fer svo í vinnuna á eftir.
Ég með hundrað bækur um París að lesa, sit og fletti síðasta laugardagsmogga. Þ.e.a.s. frá 14. maí. Þar er hugleiðing Sigurbjargar Þrastardóttur í Lesbókinni um þáttinn með Opruh. Lesist.
Ég hef alltaf haldið því fram að Oprah sé, eins og því miður flest sjónvarpsefni, fölsk og þröngsýn. Staðalmyndir og einfaldanir á veröldinni geta verið hættulegar því þær hlúa að fordómum. Oprah er voðalega mikið að sýna hvað hún er klár og hún er sannarlega skemmtileg en þátturinn hennar er fullur af takmörkunum út af auglýsingahléum og tímaskorti og því brenglast allt umfjöllunarefni hennar. Brenglaður heimur sem okkur er sýndur í sjónvarpinu.
Mjög áhugavert að lesa hjá Sigurbjörgu um það hvernig hún talaði um arabískar konur og þorir að halda því fram að á Vesturlöndum séu konur svo heppnar að vera aldrei barðar. Afar óraunsætt og óábyrgt af jafn áhrifamikilli konu og Opruh. Hún á að undirstrika aftur og aftur að konur eru lamdar og konur deyja og hvetja fórnarlömbin til að koma fram og hætta að fela sig í skömminni. Að láta alla klappa fyrir því hvað vestrænar konur eru heppnar ýtir undir skömmustutilfinninguna.

Í Mogganum las ég einnig um aftöku á fjöldamorðingja í Bandaríkjunum. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég les um aftöku. Ég get ekki skilið, get ekki höndlað það að enn sé verið að taka fólk af lífi fyrir glæpi í vestrænum heimi. Það getur ekki verið. Eða hvað? Verðir réttlætisins og baráttumenn lýðræðis hvað? Sveiattan.

Ég lýsi eftir örlagaþrungnum stundum í íslenskri textagerð. Sjá pistil á undan.

Lifið í friði.

0 Responses to “sunnudagsmorgunn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: