mikki er refur

Hér mætir Mikki sjá
með mjóa kló á tá
og mjúkan pels
og merkissvip sem mektarbokkar fá…

En þar sem þeir vilja ekki samþykkja notendanafnið mitt og leyninúmerið sem ég er sannfærð um að ég hafi stofnað, get ég ekki breytt listanum ennþá.
Ég skil samt núna þetta með user og allt það, takk fyrir hjálpina farfugl.

Þetta blogg er farið að vera dálítið þreytandi, eins og alltaf gerist þegar maður er að bæta við sig tækninýjungum, þá snýst allt í kringum það og það eitt.
Ég er afskaplega mikill kleyfhugi varðandi tækni. Mig klæjar í fingurna í tækjabúðum og langar í allt. Mig langar í skanna/prentara/ljósritunarvél. Mig langar í vefmyndavél. Mig langar að geta sett myndir inn á þessa síðu og tengla í gríð og erg eins og hinir kláru bloggararnir en einhverra hluta vegna er ég með gamla tölvu sem fáir skilja og get ekki gert þessa einföldu flóknu hluti sem hinir gera, að því er virðist, áreynslulaust.
Og ég er eiginlega alveg sátt við það líka. Þess vegna hefur það ekki breyst. Þ.e.a.s. ég pirra mig á því meðan á stendur en þess á milli truflar það mig ekki neitt að vera gamaldags. Sem ég er að svo miklu leyti. Glötuð í tónlist, glötuð í bíó, glötuð að fylgjast með. Og er sama. En samt ekki.

Ég játaði gamalt partýtrikk á athugasemdakerfi Þórdísar kaldlyndu í gær. Ég stundaði það reglulega að slá því fram að Ísland ætti að verða ríki í USA. Það olli alltaf miklu fjaðrafoki og illdeilum sem ég hafði gaman að.
Annað partítrikk sem er mjög gott fyrir athyglissjúka einstaklinga eins og mig er að kunna að syngja Mikka ref. Það eru til nokkrar góðar myndir af mér að taka hann með trukki og dýfu. Svo notaði ég hann mikið á dóttur mína þegar hún grét lengi. Það róaði hana. Mikki blífur bæði á börn og fullorðna.

Eiginlega nenni ég ekki að blogga enda er ég ein heima og ætla að mála dúkkuhúsið sem ég minntist á að ég væri að gera fyrir nokkrum mánuðum en hefur síðan þá staðið fokhelt inni í barnaherbergi.

Lifið í friði.

0 Responses to “mikki er refur”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: