Sóla á Íslandi

Og enn og aftur er það fyrirsögnin sem er tengill. Þetta er albúm litlu frænku okkar, Soffíu, sem hefur leikið sér við Sólrúnu meðan hún hefur verið á Íslandi. Gaman að bera saman klæðaburðinn á henni þarna og hér úti (sjá tengilinn í fyrirsögninni hér að neðan).
Dvölin hefur gengið vel, hún fékk að hitta Elmar og þau voru eins og versta kærustupar allan tímann, skilst mér. Svo hefur hún verið að dúlla sér með afa og ömmu og öllum hinum. Olga María hefur verið dugleg að fara með hana á róló og ég held að þau hafi farið í sund á hverjum degi. Frekar abbó út í það. Hef ég ekki skrifað hér áður að sundlaugarnar eru það eina, EINA, sem ég sakna frá Íslandi fyrir utan vitanlega fólkið? Íslenskar sundlaugar eru alger paradís og eiga sér engan sinn líka annars staðar í heiminum. Dugar ekki til að fá mig til að flytja heim, en ég sakna þess oft að komast ekki í laugina á heitum sumardögum. Laugarnar hér eru sæmilegar en oftast ískaldar og afar mikill klór í þeim. Enda fer enginn í almennilega sturtu, öll nekt bönnuð, m.a.s. í búningsklefunum.
En Sólrún kemur heim á morgun. Við hlökkum svo til að fá hana að ég er eiginlega frá mér í dag. Veit ekki hvað ég á af mér að gera. Hún segist hins vegar ekki ætla að koma, svo gaman þykir henni að láta dekra við sig þarna á Fróni.
Hennar bíður hins vegar næstum fullbúið dúkkuhús. Var að saga niður litla kubba í morgun og get varla hamrað á lyklaborðið fyrir verkjum í höndum eftir aðfarirnar. Þó ég muni vel eftir því sem ég lærði í smíði: Láta sögina vinna verkið. Bara á ekki neitt til að klemma spýturnar meðan ég saga þær svo ég þarf að halda þeim sjálf. Það er erfitt.

Lifið í friði.

0 Responses to “Sóla á Íslandi”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: