sveitaferð á svartri helgi

Samkvæmt sjónvarpsfréttum er þessi helgi „svört“ umferðarlega séð. Þ.e.a.s. að allir eru að rjúka í frí og leggja allir snemma af stað til að vera á undan hinum en það mistekst því allir gera það sama og hnútarnir út úr borgunum verða margir tugir kílómetra.
Við verðandi ógurlegar bissnesskonur ætlum nú samt að rjúka upp í sveit eftir göngutúrinn minn. Þá getum við, þökk sé Alnetinu, skoðað hvernig liggur í málum á vegunum og valið skástu leiðina.
Við verðum báðar með strákana okkar litlu svo við gerum ekki beint ráð fyrir að koma miklu í verk málningarlega séð. En ég ætla að taka fleiri myndir og svo LOFA ég að koma þeim inn á netið fljótlega eftir heimkomu.

Ég er að spá í því hversu margir skyldu lesa þessa síðu. Fékk nefninlega upplýsingar um fjölda þeirra sem skoðuðu myndasíðuna mína vikuna sem ég auglýsti hana hér: 1278 manns! Er þó ekki viss hvort talið sé hver mynd skoðuð sem fækkar þessu. En þetta fannst mér óhugnaleg tala. Ég veit ekki hvort ég er að skrifa hérna fyrir einhvern annan en mig og kannski örfáa dygga lesendur sem ég „þekki“ úr athugasemdakerfinu og af þeirra bloggum. Hverjir eru þá allir hinir? Og á ég að passa mig betur, ritskoða mig meira, skrifa minna um… eitthvað? Ha? En mig langar eiginlega ekki í teljara, hefur alltaf fundist dálítið spennandi að vita ekki nákvæmlega hversu margir koma hér inn.

En eitt er víst að í símalausri sveitinni verður ekkert bloggað. Ekkert.

Vona að svarta íslenska helgin heppnist vel og að veðurguðir séu góðir við tjaldbúa um landið allt.

Lifið í friði.

0 Responses to “sveitaferð á svartri helgi”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: