asni

Ég hlýt að vera asni. Ég er síklifandi á því að peningar skipti ekki máli, að peningar eigi ekki að stjórna lífi manns og samt tek ég að mér fáránlega erfitt verkefni bara út af peningum. Verkefni sem ég er að kafna í, kafna svo hrikalega að ég hringdi í konuna sem réð mig og sagði henni að ég væri að gefast upp. Hún gaf mér lengri frest. Ég þorði ekki að segja henni að ég væri hætt. Ég er bæði asni og auli.
Ef einhver þekkir einhvern sem kann bæði íslensku og frönsku og er vel að sér í töngum og lyklum (topplyklum, skrúflyklum, skrall lyklum o.s.frv.) og skrúfjárnum og öllum mögulegum og ómögulegum tólum má sá hinn sami koma mér í samband við þann snilling.
Ef einhver veit um góðan verkfæralista á netinu vil ég fá slóðina. Helst með myndum. Nauðsynlega með myndum.

En ég er asni. Og auli. Og hef ekkert haft tíma til að taka þátt í þessum þrælskemmtilegu getraunum sem vaða uppi út um alla netheima. Mér finnst Viktors bestur en Tobbi tenór er líka með skemmtilegan leik. Ég m.a.s. fékk stig í gær hjá honum út á gúgglhæfileika mína á frönsku. Algert svindlstig, en Tobbi er harður í horn að taka.
Gaman að þessu. Sko, bara að fara að skrifa um eitthvað annað kom smá brosi á andlit mitt. Ég sver það að ég var með grátstafinn í kverkunum þegar ég hringdi í konuna áðan. Eins og lítil týnd stelpa. Sem tók að sér of erfitt verkefni. Eins og ég sé ekki endalaust að blöffa mig í gegnum alls konar verkefni. T.d. móðurhlutverkið. Og leiðsögustarfið. Og lífið sjálft. Lífskúnstner hvað? Hálfviti. Jæja, komin niður aftur. Niður á jörðina þar sem topplyklar og hnoðhamrar hafa meiningu.

Í morgun talaði ég við veika manneskju. Það er magnað með nútímaþjóðfélögin, velferðarríkin Frakkland og Ísland, hvað þau eru vond þeim sem minna mega sín. Ég er oft spurð hvort almannatryggingakerfið sé gott hérna. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, ekki of dýrt að kíkja með börnin í sína reglulegu skoðun og fá sprauturnar fyrir þau. En hér gildir sama lögmálið og heima: Fínt ef þú ert heilbrigður. Ömurlegt. Ömurlegt að vera veikur og fá ekki nauðsynlega meðferð og bíða eftir afgreiðslu mála sinna vikum, jafnvel mánuðum, saman. Vera ósyndur fugl á flugi yfir endalausum sjó.

Lifið í friði.

0 Responses to “asni”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: