fju

Jæja, ég er búin með þýðinguna. Ég veit ekki hvort þetta er í lagi en betur get ég ekki gert. Ég ferðaðist um lendur internetsins og leiddist inn á alls konar skemmtilegar síður eins og til dæmis síðuna hans Leós sem svarar spurningum og annað. Ég notfærði mér nú ekki þjónustu hans þar sem ég var með pabba og tvo aðra handymen við höndina. En Leó er afbragðsmaður og sýnir það sem fleiri sýna á vefnum: Það eru ekki allir með peninga í heila stað. Örlæti og brennandi áhugi mannsins smitast út frá síðunni hans. Svo fann ég skemmtilegri síður eins og marteinsson.is og lenti inn á kjarasamningi flugvirkja og fleira skemmtilegt. Ég er frekar lélegur gúgglari en mér hlýtur að hafa farið fram. Og ég dró fram þýðingu frá því fyrir nokkrum árum sem ég gerði alein í Montpellier með pabba í faxsambandi í lokin. Hvernig í déskotanum fór ég að? Netlaus að mestu. Skil það ekki núna. Margt hefur breyst síðan þá. Var einmitt að spá í hvað það er stutt síðan maður var að reyna að hringja í fólk og það var á tali tímunum saman af því einhver var á netinu. Feels like ages ago.
En merkilegast fannst mér að komast að því að það er ekki bara til food porn. Það er til VERKFÆRA porn. Og það versta er að ég er líklega smá verkfæraperri sjálf miðað við hvað mér finnst gaman að villast um í býkóbúðum. En bæklingar um bílaviðgerðarverkfæri ná nú samt ekki að hreyfa við mér. Ha? Er það ekki dálítið mikið dónó?
Jæja, nóttin er komin fyrir löngu og nú heyrist hljóð úr barnaherberginu. Best að koma sér í bólið.
Getraunin heldur áfram þó stjórnandinn sé pínu klúðrari.

Lifið í friði.

0 Responses to “fju”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: