kvíði út af engu

Ég er búin að þjást af tilhlökkun yfir að koma heim til Íslands. Hitta nýja einstaklinga sem litu dagsins ljós á þessu ári, hitta vinkonur og vini og ganga niður Laugaveginn og sjá hvað allt er ekki eins trist og Smáralindafarar vilja vera láta og heilsa upp á Calla Bergmann og nýbökuðu foreldrana á Klapparstíg og fá mér hlussustóra rjómatertu og kakóbolla á Súfistanum einn daginn og hlussustóra vöfflu og súkkulaðibolla á Mokka annan daginn (með Hildigunni) og engar franskar anorexíur að horfa hungruðum öfundar- og viðbjóðsaugum á mig. Skoða Iðu áður en hún hættir (mér skilst það en eins og verið hefur að marka fréttir undanfarið er ég alls ekki viss hvort taka eigi mark á því), kaupa bókina sem ég ætla að gefa í jólagjöf (get skiljanlega ekki gefið meira upp um það hér) og auðvitað, það sem er best af öllu, hvíla í faðmi fjölskyldunnar, ó mamma, ó pabbi, ó þið öll hin. Hlakka svo til. Og við þessi skrif fór ég aftur að hlakka til þannig að titillinn var víst réttur þó ég væri hikandi.
En þannig var mál með vexti að allt í einu áðan þegar töskurnar voru komnar fram á gólf og fatabunkar byrjaðir að myndast fór ég að kvíða heimkomunni. Kvíða matvöruverslunum, kvíða stressinu og prjálinu, kvíða spurningum um hvað ég sé eiginlega að gera og á hverju við lifum og hvort ég sé nú búin að fá mér sófa og hvort þetta sé ekki allt ómögulegt og af hverju flytjið þið ekki heim því hér er allt svo gott og allir með vinnu.
Eins gott að minningar um rjómatertur og súkkulaðibolla gátu slegið á kvíðann.

Mikið fannst mér fín hugvekjan frá Hollandi í Lesbókinni. Það er svo skrýtið hvað það er auðvelt að elska og hata landið sitt. Og auðvelt að elska að hata það. Og auðvelt að sakna þess. Og erfitt að sakna þess. Lífið er skrýtið. Þess vegna er það skemmtilegt.

Lifið í friði.

0 Responses to “kvíði út af engu”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: