drengur með tár

Ef ég færi núna með drenginn minn upp á Montmartre til að láta teikna hann, gæti útkoman orðið myndin sem var á vegg í mörgum íbúðanna í blokkinni minni í gamla daga.
Hann er ómögulegur. Grætur og barmar sér. Vill ekki sofa, en samt ekki vaka. Hitalaus en rjóður í kinnum með grænt hor í nösum.
Mig grunar helst að tönn sé á leiðinni, þó ég hafi ekki hugmynd um það hvort allar séu komnar eða hvort eitthvað vanti. Hef oft skilgreint óværð hans sem tanntöku sem ekki varð. Bara dettur ekkert annað í hug.
Djöfull er þetta leiðinlegt blogg, en ég hef bara engan annan að tala við en þig. Blogger, þú ert vinur minn.

Ég sem ætlaði einmitt að nýta blundinn hans í hugleiðingu um vondar fréttir sem gætu verið góðar fréttir og vice versa. Það verður að bíða betri tíma. Best að fara að knúsa lítinn kall.

Lifið í friði.

0 Responses to “drengur með tár”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: