Bloggdívan í rauðu kápunni er flott í Blaðinu í dag.

Ég á eftir að lesa Lesbókargreinina hennar því fyrir mistök hætti ég að fá Moggann minn í mars og er nú með þrjú ólesin blöð sem bárust mér í einum búnka og hafa enn varla verið opnuð. Jú, reyndar datt Lifun út úr einu blaðinu og fletti ég því og sá mér til ánægju að gagnrýni mín hefur verið tekin til greina og fólk sem ekki er mínimalískt í lífinu er nú heimsótt. M.a.s. hlustað á vinylplötur í eldhúsinu á einu heimilanna. Sko til!

Og ég á sem sagt alveg eftir að lesa fræðilegar úttektir á Silvíu Nótt og Gilzenegger. Það litla sem ég hef kynnst af Gilzenegger segir mér að rangt sé að bera þau saman. En ég undirstrika það að ég þekki hann mjög lítið.

Í morgun var í fyrsta sinn hægt að fara út án þess að herpast allur saman af kulda. En í staðinn rignir eldi og brennisteini.

Ég keypti mér græna flauelskápu á útsölu útsölunnar, var búin að girnast hana lengi og í dag hafði hún hrunið niður um enn meiri pening og ég nýbúin að fá greidda þýðinguna í janúar svo ég sló til.
Kannski ég fái mér rauða tösku, kallist á við stíl bloggarans?

Kannski.

Ferlega er veðrið óhuggulegt, en þetta er áreiðanlega gott fyrir gróðurinn.

Mér líður svo skringilega. Er örþreytt en samt langar mig til að vera að gera eitthvað og samt eirðarlaus og veit ekki hvað ég á að demba mér í. Kannski tilboðið sem ég lofaði að yrði til í gær? Já, best að skella sér í það. Verðleggingar eru verstar.
Í morgun varð mér hugsað til manns sem sagði einu sinni við mig á Laugaveginum, þegar ég var nýlent og furðaði mig enn og aftur á háu verðlaginu þarna á Fróni: „Bara selja sig dýrt“. Ég veit ekki hvað hann er að gera í dag, langar svo sem ekkert mikið að vita það, en væri samt til í að vita hvort hann selur sig.

Lifið í friði.

0 Responses to “”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: