Blaðið í París

Einn af fyrrverandi eftirlætis bloggurunum mínum, Uppglenningur, sagði skilið við bloggheima og fór að vinna á Blaði í raunheimum greyið litla (þetta á ekki að vera niðrandi, sagt í fúlustu umhyggju).
Hann var settur í erlendar fréttir, er hægt að ímynda sér nokkuð leiðinlegra, já, líklega, get til dæmis nefnt bókhald og endurskoðun, en nú er hann komin í helgarblaðið sem hlýtur að vera skemmtilegra og í dag er opna eftir hann á bls. 20-21.
Ég þekki þessar myndir og sumt af textanum, en mikið er ég stolt af honum og ánægð með að Terra Nova býður helgartilboð í júlí og ágúst á sömu síðum, skemmtileg tilviljun, ekki satt?
Ég treysti því að ákveðin vinkona mín komi með þetta út til mín, láttu ekki eins og þú sért ekki þarna, ég sé þig vel!

Blaðið er ekki í París, en París er í Blaðinu og er það vel.

Lifið í friði.

0 Responses to “Blaðið í París”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: