guðbergur og bloggarar í París

Guðbergur er einn af þessum mönnum sem er svo vel úr garði gerður að hann verður fegurri með hverju árinu sem líður. Ég er ekki búin að lesa hann í Blaðinu, en fæ myndina hans upp í hvert skipti sem ég kem að tölvunni. Og fæ verki, hann er svo fallegur.

Annars er ég að stelast, hef sko engan engan tíma til að tala við ykkur núna. 73 manns að koma á morgun og alltaf eitthvað sem þarf að skipuleggja. Og bæði börnin heima því allsherjarverkfallið og stóru mótmælin eru í dag. Og ég föst heima eins og við var að búast. Og ekki hægt að ná í helminginn af fólkinu sem ég þarf að ná í.

Slagorðið er: LA POLICE PARTOUT, LA JUSTICE NULLE PART. Lögreglan er alls staðar, réttlætið er hvergi.

Ef bloggið væri tengt við heilastöðvar mínar mynduð þið vita að ég er á fullu að útbúa prógramm fyrir væntanlega bloggaraferð til Parísar. Það er dálítið flókið, því auðvitað eru bloggarar sérstakt fólk, ofur kúltíverað og næmt fyrir umhverfi sínu. Engar venjulegar túristaleiðir duga fyrir slíkan hóp. Nei, það þarf að koma ykkur á óvart, gleðja fegurðarskyn og örva bragðlauka. Þetta verður gaman. Hvaða mánuður hentar ykkur best?

Lifið í friði.

0 Responses to “guðbergur og bloggarar í París”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: