sumarfrí

Einhvern tímann í vetur ákvað ég, að einræðisherra sið, að fjölskyldan færi saman í frí í byrjun júlí. Það er mín reynsla af túristabransanum að flestir Íslendingar vilja vera heima á Íslandi á þessum tíma, enda nætur bjartar og ágætis von um yl og þurrk.
Það var strax ljóst að við færum í tjaldferð og snemma var lýðræðislega ákveðið að halda suður á bóginn þó að mig, einræðisherrann sjálfan, hafi á tímabili langað að fara til Danmerkur. Það kvaddi æstur múgurinn maðurinn minn niður í hvert skipti sem ég bryddaði upp á þeim möguleika.
Ég fór á dögunum að skoða tjaldstæði í boði hjá bændum, datt ekki í hug að skoða stóru fínu stjörnum prýddu tjaldstæðin sem troðfull eru af lummó liði sem kúl fólk eins og við leggur ekki lag sitt við. Við fundum þrjú sem henta leið okkar mjög vel og erum búin að ganga frá pöntunum.
Fyrsta nóttin verður hjá hollenskri fjölskyldu og fyrir frönskumælandi er alveg þess virði að kíkja á heimasíðuna, mér tókst að skilja hvað þau voru að meina með því að lesa það líka á hollensku, sem hefur nú aldrei verið mín sterkasta hlið. En sumt í frönsku lýsingunni getur bent til þess að þau séu til í kynlífsleiki með gestum.
Svo ökum við áfram í suðurátt og stoppum í þrjá daga hjá bændum sem hafa staðfest við okkur að karlinn fær að horfa á fótboltann ef svo undarlega skyldi fara að Frakkland komist áfram.
Eftir fjórar nætur í tjaldi förum við í heimsókn til vinafólks okkar og verður hjá þeim í þrjár nætur. Þau eiga von á sínu fyrsta barni og tel ég þeim hollt að sjá hvað fjölskyldulífið getur nú verið margslungið og misskemmtilegt á köflum.
Þá verða aftur nokkrar nætur á tjaldstæði nálægt sjó og svo förum við á eyjuna Ré (þar sem flóttamaðurinn Jospin býr eftir afhroðið í síðustu forsetakosningum) og er áætlað að borða sjávarréttabakka og súpa á hvítvíni eða kampavíni með vinafólki sem kemur sumt langt að.
Í gær, kannski á svipuðum tíma og Hengirúm Þórdísar var í loftinu, helltist allt í einu yfir mig að ef við værum á stóru tjaldstæði væru meiri líkur fyrir börnin að hitta önnur börn að leika sér við og kannski væri sundlaug og hvort við værum vond, foreldrarnir, að vilja vera með þau í rólegheitum á lífvænu bóndabýli í návígi við kanínur, endur og geitur. Þetta bráði fljótt af mér eftir fundahöld sem voru á þessa leið:
Einræðisherrann: Æ, erum við kannski vitlaus að fara ekki á stórt tjaldstæði með sundlaug og fullt af börnum fyrir okkar börn að leika við?
Æstur múgurinn: Nei, það eru svo mikil læti á þannig stöðum og ég bara nenni því ekki.
Einræðisherrann: Já, þau eru líka svo dugleg að leika sér saman af því við vorum svo dugleg (mætti líka lesast heimsk) að búa þau til með svona stuttu millibili.
Æstur múgurinn: Einmitt.

Og Þórdís í hengrúmi undir himinbláma eyddi síðasta efafræinu úr huga mér. Af hverju er maður alltaf svona hræddur við að leiðast og að fólki í kringum mann leiðist? Hvernig í ósköpunum getur maður látið sér detta í hug að tveggja og fjögurra ára börnum geti leiðst á sveitabæ með dýrum?

Lifið í friði.

0 Responses to “sumarfrí”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: