rifnaði úr monti

Rétt í þessu rifnaði ég úr monti. Vonandi næ ég að sauma mig saman aftur, ef ekki mun ég sækja um að fá að leika í næstu mynd herra Cronenberg.

Montið er yfir því að ég lagaði Haloscan alveg alveg sjálf. Ég fór inn í haloscan og í staðinn fyrir að velja sjálfvirku uppsetninguna fór ég í handvirku uppsetninguna og afritaði og límdi allar html-skipanirnar sjálf inn í módelið mitt (ég er alls ekki með íslenskan orðaforða yfir þetta sem ég var að gera, fyrirgefið mér ef þetta er illskiljanlegt, ég er að reyna, módel er slangur úr frönsku sem mér finnst betra en templeit sem er slangur úr ensku og þýðir nákvæmlega ekki neitt á íslensku).

Nú er ég að reyna að setja inn nýja mynd af mér, en það gengur ekki enn. Já, ég á að vera að vinna í innkaupaleiðbeiningunum en bara datt óvart í þetta í staðinn og það kemur engum nema sjálfri mér við, enda á ég mig sjálf.

Lifið í friði.

0 Responses to “rifnaði úr monti”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: