venjulegt fólk

Í gær heyrði ég í útvarpinu í bílnum alveg ferlega góða útgáfu af Common People með Pulp og einhverjum karli sem mér heyrðist geta verið Hr. Cash og í lokin kom þarna heill barnakór við sögu. Ég fékk gæsahúð og allt við hlustunina, fannst ég bara þeytast yfir á unglingsárin á ný.
Svo heyri ég núna, úr íbúðinni við hliðina, hið bráðfína lag Karma Cameleon í einhverri nýrri útgáfu, flatri og ljótri nema veggirnir séu að breyta sándinu eitthvað, veit ekki alveg. Ég þeytist aftur yfir á unglingsárin í smá stund en það er bara ekki nærri því eins gott og í gær. Fékk meira svona óþægindaminningar um ömurlega aðstöðu í Seljaskóla og ömurlegt lið sem ég er svo fegin að þurfa ekki að hitta lengur.

Það er greinilega betra að finnast maður vera unglingur með nýlegu efni unglingsins í dag en gömlu endurteknu efni unglingsins í skóginum.

Lifið í friði.

0 Responses to “venjulegt fólk”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: