desperate þið vitið hvað

Ég er alveg dottin í DH. Við erum búin að horfa á níu þætti. Þá höfðum við fengið lánaða á afriti, sem sagt stolið efni. Það er hlutur sem við hjónakornin höfum forðast enda hef ég alltaf sagt að ef ég stel einhvern tímann einhverju, verður það almennilegt og mun ég lifa í vellystingum eftir það ærulaus á einkaeyju með einkaþotu og allt það sem fylgir miklum stolnum auði. Að ræna sjónvarpsefni og kvikmyndum er kannski enginn stórglæpur þegar hugsað er út í allt sem framleiðendur græða en samt… glæpur.
Svo við keyptum seríuna á sértilboði, grænu verði, í Fnac. Og ég er farin að horfa. Og mér er alveg sama þó heimili mitt líti út fyrir að hafa verið tekið upp af risa og hrist rækilega til. Ég get alltaf falið mig á bakvið það að verandi tveggja barna útivinnandi móðir, er ekkert nema eðlilegt að maður eigi við smá time-management vandamál að stríða. Ha! Það er nú alltaf gaman að læra nýja og nothæfa frasa. Hver segir að bandarískt sjónvarpsefni sé rusl?

Lifið í friði.

0 Responses to “desperate þið vitið hvað”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: