ofsalega

Ofsalega væri ég til í að vera á leið til Andalúsíu með Nönnu og Dominique. Mér finnst sérrí ákaflega góður drykkur en drekk hann ekki mikið því hann er líklega mun meira fitandi en t.d. kampavín og rauðvín. Held ég.
En mér líður alltaf eins og fínni frú þegar ég fæ gott sérrí í fallegu glasi. Finnst ég næstum verða jafn fín alvöru frú og amma mín heitin nafna mín sem spilaði bridds með öðrum dömum í Norðurmýrinni og þær dreyptu á sérrí með.

Brottför í sérríferð er á laugardaginn, allt um þetta á síðu vínskólans hér til hliðar.

Maðurinn sem Fersen, sænski ljútenantinn sem svaf hjá mörgum aðalskonum á 18. öld og var m.a.s. bendlaður við drottningu Frakklands, Marie Antoinette, lýsti svo skemmtilega (sjá pistil aðeins neðar) var enginn annar en Comte d’Artois, bróðir Loðvíks XVI sem varð síðar Karl X konungur Frakka eftir fall Napóleons og andlát Loðvíks XVIII (hinn bróðir XVI).
Þess má að gamni geta að eftirlifandi dóttir Marie Antoinette og Loðvíks XVI, sú eina úr fjölskyldunni sem lifði byltinguna af, giftist síðar elsta syni þessa d’Artois og varð í smá tíma krónprinsessa Frakklands.
Svona getur lífið verið skrýtið, sérstaklega lífið í gamla daga.

Lifið í friði skrýtin jafnt sem óskrýtin.

p.s. fékk allt í einu efasemdir varðandi stafsetningu skrýtið, fannst allt í einu það vera skrítið. Google gefur 273000 flettingar með skrítið en 172000 með skrýtið. Jón Hilmar Jónsson býður ekki upp á skrítið svo ég læt þetta standa skrýtið. Skrýtið samt. Ég nota oft þessa leið að gúggla orðum sem ég er í vafa með og þarna sannast (líklega) að það er ekki örugg leið að rétta svarinu.

0 Responses to “ofsalega”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha

%d bloggurum líkar þetta: