Hnakkus verður barinn

Ég var að rekast á þennan pistil eftir einn af mínum fyrrverandi eftirlætis bloggurum:
Hnakkus í París

Reyndar, eins og ég segi í kommenti hjá honum, fær hann eiginlega fyrirgefningu vegna myndarinnar sem er milljón.

Til að svara umræðu á villigötum um staðsetningu Picasso-safnsins, þá er það í einu af mínum eftirlætishverfum, Mýrinni sem Hnakkus hefði getað skoðað út og inn með mér undir léttum fróðleik. Ég biðst afsökunar á málvillunni efst á þessari síðu sem ég er að tengja ykkur á, þetta verður lagað ásamt ýmsu öðru núna í nóvember.

Ég er algerlega sammála Hnakkusi um Louvre safnið og reyndar öll frönsku þjóðarsöfnin. Það er dónaskapur að selja inn en veita litlar sem engar upplýsingar á ensku. Persónulega finnst mér ömurlega leiðinlegt að ganga um safn með heyrnatól og missi alltaf af því sem vélræn röddin reynir að segja mér. Eina stóra safnið í París sem er með allar skýringar á ensku er Herminjasafnið.

Ég er líka sammála því að París er dýr.

Fólk hér er ekkert geðveikara en annars staðar en ég er ekkert móðguð yfir því, bara sármóðguð og virkilega leið yfir almennum óánægjutóni Hnakkusar og að París skuli lenda fyrir neðan London í svona vinsældarkeppni er náttúrulega óþolandi. París er miklu betri. Madrid hins vegar er líklega best þeirra þriggja, við sættum okkur alla vega við að lenda fyrir neðan þá fallegu, skemmtilegu og ódýru borg.

Lifið í friði.

0 Responses to “Hnakkus verður barinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: