tiltekt

Ég lagaði nokkra bloggtengla, Hildigunnur er komin á WordPress og fólkið sem þrjóskast við að vera á moggablogginu fær nú tengil þangað hjá mér (fordómaleysi mínu og umburðalyndi eru engin takmörk sett), láttu mig vita ef ég gleymdi þér. Svo bætti ég Skruddu og Stefáni Arasyni sem er að koma með Stöku til Parísar bráðum, við.

Ég hvet ykkur til að lesa pistilinn hans Davíðs (sjá tenglalista) um lygarnar sem berast frá Straumsvík. Og vitanlega hvet ég ykkur til að mæta á fundinn í Hafnarfirði á morgun og auðvitað að drífa ykkur í að skrifa undir sáttmálann (sjá nánar hjá Framtíðarlandinu, tengill undir Móðir jörð).

En undirbúningur fyrirlestursins sækist seint og kemur í veg fyrir almennar pælingar og gáfulega pistla um það og hitt.
Ég var mjög hissa á litlum undirtektum eftir síðustu færslu, takk Baun, skilur enginn að ég er að koma til Íslands? Þarf að tyggja allt ofan í ykkur?

Lifið í friði.

0 Responses to “tiltekt”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: